Valsblaðið - 01.05.1994, Page 12
Ólafur Stefánsson, einn lykilmanna Vals og framtíðarskytta í landsliðinu.
Ho rnið
hjálpaði mér
Ólafur Stefánsson
landsliðsmaður hjá Val
hefur átt við meiðsli
að stríða í vetur
Texti: Jóhann Ingi
Myndir: Arni G Ragnarsson
Ólafur Stefánsson á marga íslands-
og Reykjavíkurmeistaratitla að baki,
hann tapaði aldrei leik með yngri
flokkum Vals þegar hann var á eldra
ári en sagði lið hans hafa átt í erfiö-
leikum gegn Fram þegar hann var á
yngra ári. Hann þekkir því lítið
annað en að vinna og var eins og allir
vita, Islandsmeistari með meistara-
flokki Vals á síðasta keppnistímabili.
Óli á núna við meiðsli að stríða og
segist ekki verða orðinn góður fyrr en
í byrjun febrúar. Það er eins gott að
hann komi sér fljótt í gott form þar
sem landsliðið þarf á kröftum hans að
halda fyrir HM'95.
MAÐUR f MANNS STAÐ HJÁ VAL
„Ég reikna með að verða kominn á fullt
skrið hjá Val í byrjun febrúar. Endur-
hæfmgin gengur mjög vel en Stefán
læknir passar að maður reyni ekki of
mikið á sig. Þetta tekur allt sinn tíma og
er bara líffræðileg þróun sem ekki er
hægt að flýta. Auðvitað er svekkjandi
að hafa meiðst en kannski lán í óláni þar
sem ég er núna á fullu við lestur fyrir
læknisffæðina, ég hef varla tíma til að
koma á leiki svo meiðslin voru bara smá
bónus. Stundum er samt erfitt að sitja
og horfa á en þegar vel gengur hjá Val
er þetta allt í lagi. Það kemur alltaf
maður i manns stað hjá Val, liðið hefur
mikla breidd og alltaf er hægt að dekka
upp svona 95% þeirra leikmanna sem
meiðast eða hætta. Ég held að það að
hafa svona mikla breidd sé ein af
ástæðum fyrir góðu gengi okkar en við
erum líka með sterka leikmenn og
góðan þjálfara."
HÖFUM NÁÐ TOPPNUM
„Peningagreiðslur til leikmanna hafa
náð hámarki og eiga eftir að minnka í
VALSBLAÐIÐ 12