Valsblaðið - 01.05.1994, Qupperneq 35
Framtíð Vals
„Það er erfitt að spá í framtíð Vals,
íþróttafélag eins og allt annað í
heiminum þróast og breytist. Það sem
„Ég hef hug á að byggja þessa stúku fyrir
felagið", segir Jón Zoega. Ljósm. Árni G.
var í gær er ekki í dag og verður en
síður á morgun. Iþróttafélög gegna nýju
hlutverki í íslensku samfélagi, þau eru
ekki lengur bara keppnisfélög heldur
ijöldafélög almennings. Fólk hefur
miklu meiri tíma fyrir tómstundir og
þrýstingur á atvinnumarkaðnum er
minni. Það er algengt að menn séu
atvinnulausir og fólk hættir einnig vinnu
fyrr á daginn. Ég tel að íþróttafélögin
hafa skyldu gagnvart þessu fólki sem
hefur ekkert við sinn tíma að gera, þau
þurfa að aðstoða almenning við að verja
frítímanum í hollt og gott starf. Fólk á
öllum aldri getur komið og tekið þátt í
ýmsu starfi og vísir að þessu er hjá
okkur Valsmönnum. Við erum t.d. með
kór, tvær hljómsveitir, bridds og dans-
æfingar. Þetta tel ég vera það sem koma
skal, allir geta varið sínum frítíma að
Hlíðarenda, Valur er orðið mannræktar-
félag.”
Þrír knáir! Kjartan Gunnarsson varaformaður knd., Guðni Bergsson, fyrirliði
mcistarailokks og Kristinn Björnsson þjálfari meistaraflokks 1994.
Úr félagslífinu
Ólafsvíkingarnir Helgi Kristjánsson (tv) framkvæmdastjóri knd. Vals og Steinar
Adolfsson sem Valur hefur lánað til KR í eitt ár. í bakgrunni er Kristján
Guðmundsson, þjálfari 2. flokks 1994.
Nafnarnir Lárus Valberg og Lárus Sigurðsson markvörður mcistaraflokks
í knattspyrnu - frændi Tómasar!