Valsblaðið - 01.05.2002, Síða 29

Valsblaðið - 01.05.2002, Síða 29
Ungir valsarar Það kemur ekki á óvart að Stefanía Lára skuli standa á milli stanganna því hún var bæði í fimleikum og ballett á sínum yngri árum og ætti því að hafa liðleika og styrk til verja með stæl. Hún byrjaði að æfa handbolta 11 ára gömul og segist ekki hafa átt val um það hvaða stöðu hún léki. „ Mér var bara sagt að fara í markið ég var alveg sátt við það.“ Aðspurð um sögusagnir þess efnis að fólk þurfi að vera pínu skrýtið til að standa á milli stanganna og láta skjóta í sig segir hún að aðrir verði að dæma um hvort hún tilheyri þeim „skrýtna" hópi. Stefanía Lára lék á síðasta tímabili með 4. flokki en er núna með ung- lingaflokki og meistara- flokki. Hún er 16 ára, á fyrsta ári í MS, dótt- ir Guðrúnar Eyglóar Guðmundsdóttur og Bjarna Halldórssonar. Stefanía Lára seg- ist miklu frekar koma úr Fram-fjölskyldu en Vals-fjölskyldu en hún býr reyndar í Þróttarhverfmu og kannski bara Víkingur inn við beinið! Hún segir að 4. flokki hafi gengið illa á síðasta Islandsmóti enda hafi hann ver- ið fámennur. „Ég get engu logið um ár- angur flokksins, hann var slakur. Og okkur hefur gengið illa það sem af er vetri í unglingaflokki. Við æfum reyndar bara fjórar að staðaldri og þar af er ein nýbyrjuð. Það er hvorki breidd í flokkn- um né árganginum.“ — Hvert stefnir þú í boltanum? „Vitanlega að því að komast sem lengst, í byrjunarlið meistaraflokks og svo landsliðið. Eflaust verður það að bíða betri tíma að ég slái Berglindi úr markinu en hún má vara sig einn góðan veðurdag. Vissulega þarf ég að bæta ým- islegt, líklega öll grunnatriðin, tæknina og snerpuna. Það er kostur að vera snöggur." Stefanía Lára segir að okkar bestu markverðir séu hennar helstu fyrirmynd- ir, ekki síst Roland sem leikur með Val. „Nei, það er ekkert sérstakt eftirminni- legt á mínum stutta ferli en reyndar var mjög gaman á Partille Cup síðastliðið sumar, því okkur gekk mun betur en við þorðum að vona.“ — Hver stofnaði Val og hvenær? „Það var séra Friðrik, árið 1911.“ ,,Mér var bara sagt að fara í markið,” segir Stefanía Lára. Valsblaðið 2002 29

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.