Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 37

Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 37
Eivor Pála hefur barist við of háan blóðþrýsting í 10 ár Allt bendir til þess að Eivor Pála Blön- dal, fyrirliði meistaraflokks í handbolta, leggi skóna á hilluna næsta vor. Hún hef- ur þurft að glíma við of háan blóðþrýst- ing í áratug og samkvæmt læknisráði verður hún að fara að lifa „venjulegu" lífi ef hún vill ekki eiga á hættu að verða fyrir frekari skaða af völdum sjúkdóms- ins. Eivor Pála á hátt í 300 meistara- flokksleiki að baki með Val og hefur ver- ið fyrirliði síðustu árin. Hún er aðeins 26 ára gömul. „Það er öllum ráðgáta af hverju þessi hái blóðþrýstingur stafar en ég hef getað haldið honum niðri síðastliðin ár með lyfjum. Ég er með 160/120 í þrýsting og eru neðri mörkin hjá mér hærri en hærri mörk hjá flestum sem hafa eðlilegan blóðþrýsting. Lyfin sem ég tók um árabil hættu að virka, eflaust vegna þess að ónæmiskerfið var búið að fá nóg, þannig að ég þurfti að fá ný lyf. Þau fóru hins vegar það illa í mig að ég hrundi niður í leik og þurfti að vera rúmliggjandi um tíma. Núna er búið að finna annað lyf sem slær á blóðþrýstinginn en engu að síður verð ég taka því rólega því annars er álagið á æðamar og hjartað of mikið. Alagið verður að vera innan skynsam- legra marka því það hefur slæm áhrif á mig, andlega sem líkamlega. Það segir sig sjálft að keppni í 1. deild í handbolta er ekki heppileg fyrir fólk með of háan blóðþrýsting. Og þar fyrir utan hef ég verið að þjálfa 2-3 flokka á hverjum vetri en tók mér frí í vetur til að geta undirbúið mig fyrir mastersnám í stjómunarfræði." Eivor hefur ekki gert það upp við sig hvort hún hætti endanlega eftir yfirstand- Eivor Pála, fyrirliði meistaraflokks, hef- ur lítið getað leiki sökum of hás blóð- þrýstings. andi keppnistímabil eða hvort hún „hangi“ eitthvað áfram á bekknum með stelpunum. „Ég hef æft 2-3 sinnum í viku síðustu vikur og verið á bekknum í leikjum, einkum vegna þess að það eru svo margar stelpur í meiðslum. En það er líf eftir handboltann og kannski tímabært að líta í kringum sig“. Valslög Við leikum allir saman Við leikum allir saman, gerum mark, mark, mark. Við leikum allir saman, gerum mark, mark, mark. Við leikum allir saman, létt það verður gaman, við leikum allir saman, gerum mark. Á næsta mann, hvar er hann? Á næsta mann, hvar er hann? Það er líf og fjör í leikjum okkar, Valsmenn hlæjum, ha, ha, ha, ha, ha hí, hí, hí, hí, hí. Við leikum allir saman, gerum mark. Valssöngur Jakobs Frímanns Magnússonar Áfram Valur, vinnum leikinn. Nú vantar hvorki dug né þor. Að loknum leik fer héðan hreykinn hópur vor. V! Úr víti verður mark. A! Aldrei óþarfa spark. L! Limaburður mestur. VALUR! Er og verður bestur. Áfram Valur, vinnum leikinn. Nú vantar hvorki dug né þor. Að loknum leik fer héðan hreykinn hópur vor. V! Vöm í sókn skal snúið. A! Aldrei vort lið er lúið. L! Liðsaukinn er hraustur. VALUR! Þú ert alltaf traustur. Endurtekið í Valstakti Vogun vinnur vogunn tapar Valur vinnur! Valsblaðið 2002 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.