Valsblaðið - 01.05.2002, Side 47

Valsblaðið - 01.05.2002, Side 47
Ungir Valsarar Þórður Steinar Hreiðarsson er einn af efni- legustu knattspymumönnum Vals og var fulltrúi félagsins í landsliði íslands skipað leikmönnum 17 ára og yngri sl. sumar. Hann gekk upp í 2. flokk á haustdögum og er á fyrsta ári í Kvennaskólanum, segir frá- bært að vera þar. En hvemig gekk honum með 3. flokki síðastliðið sumar? „Okkur gekk mjög vel, við urðum í 2. sæti á Islandsmótinu í B-riðli, komumst reyndar ekki í úrslitakeppnina en skil- uðum flokknum upp f A-riðil.“ Þórður segist spila sem senter en hann hefur einnig leikið á kantinum og reyndar alls staðar á vellinum. Foreldrar Þórðar Steinars eru Vals- aramir Þórey Einarsdóttir og Hreiðar Þórðarson. „Ég byrjaði að æfa með Val á eldra ári í 5. flokki og mér hefur líkað mjög vel.“ — Þú fékkst að æfa með hollenska lið- inu Heerenveen í haust, hvernig var það? „Já, við Ari Freyr Skúlason fórum út og það var frábært. Okkur gekk báðum mjög vel. Sá sem sá um liðið sagði að ég þyrfti að bæta tæknina og ég ætla að vinna í því á næstunni. Mér fannst við standa vel að vígi í samanburði við hol- lenska jafnaldra okkar.“ — Hvernig hefur gengið með landslið- inu? „Mjög vel. Ég spilaði einn æfinga- leik áður en ég fór með liðinu til Sví- þjóðar þar sem við tókum þátt í Norður- landamótinu. Við urðum mótsmeistarar þótt við hefðum tapað fyrir Englendinum í úrslitaleik 0:1 með sjálfsmarki því þeir voru bara gestir á mótinu. Svo spiluðum við í Evrópuriðlinum í sumar og það var mjög gaman.“ — Áttu þér einhverjar fyrirmyndir? „Ég held upp á Argentínumanninn Crespo sem leikur með Inter Milan og Beckham hjá United. Báðir frábærir.“ — Átt þú þér markmið sem knatt- spyrnumaður? „Draumurinn er auðvitað að komast að sem atvinnumaður en það tekst ekki nema maður haldi einbeitingu á öllum æfingum og leggi sig alltaf 100% fram. Það kemur víst ekkert að sjálfu sér í bolt- anum, sem betur fer.“ — Hver stofnaði Val og hvenær? „Séra Friðrik, 11. maí 1911.“ Valsblaðið 2002 47

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.