Valsblaðið - 01.05.2002, Qupperneq 64

Valsblaðið - 01.05.2002, Qupperneq 64
Minning hafði hann mikið og í hita leiksins gat hann gosið ef honum rann í skap, eins og góðum íþrótamönnum hættir til. Hann var þó fyrstur manna til að sjá skoplegu hliðarnar á slíkum stundum og það var stutt í brosið og gálgahúmorinn að æf- ingu eða leik loknum. Nonni flíkaði hins vegar ekki skoðunum sínum á mönnum og málefnum. Hann hafði þó ákveðnar skoðanir á hlutunum ef hann var inntur álits og hafði ávallt eitthvað jákvætt til málanna að leggja. Jón sinnti starfi sínu, sem prentari af áhuga og elju. Þótti okkur, félögum hans á stundum nóg um vinnuálagið. Hann fylgdist af áhuga með handboltanum í Val löngu eftir að hann hætti sjálfur enda átti hann 2 böm, sem fetuðu í fótspor foreldranna beggja, Jóns og Guðrúnar, sem voru framúrskarandi handbolta- menn. Var Jón tíður gestur í Valsheimil- inu og annars staðar þar sem Valur atti kappi við önnur lið, bæði í kvenna- og karlaflokki. Jón var mikil aðdáandi tónlistar, eink- um blues- og jazztónlistar. Þar var hann vel að sér. Aðeins viku fyrir andlátið var Jón hinn hressasti í góðra vina hópi. Þá komum við allmörg saman í heimahúsi og blótuðum Þorra. Skipt var í lið og far- ið í spurningaleikinn ,„Gettu betur“. Þegar að spurningum kom um blues og jass var Nonni Bí snöggur til svars og halaði inn dýrmæt stig fyrir sitt lið. Síst grunaði okkur þá að við værum að sjá Jón og njóta samvista við hann í síðasta sinn. Nú er stórt skarð höggvið í vina- hópinn, skarð sem ekki verður fyllt. Með miklum söknuði kveðjum við vin okkar Jón Breiðfjörð Ólafsson. Elsku Guðrún! Um leið og við kveðjum og þökkum þínum ástkæra eiginmanni fyrir allar gleði- og ánægjustundir, sem rnunu lifa í minningunni, vottum við þér, börn- um ykkar og ættingjum öðrum okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð veita ykkur styrk og minningarnar um góðan dreng ylja ykkur um alla framtíð. Megi Jón Breiðfjörð hvfla í friði. Mulningsvélin og makar. Mikill og góður vinur, Ólafur Axels- son, hæstaréttarlögmaður, féll frá langt um aldur fram 14. janúar s.l. Hann hafði eldhress og fullur tilhlökkunar lagt upp í ferð til Austurlanda til að leika golf og skoða sig um á framandi slóðum en það reyndist hans hinsta ferð. Andlátsfregn hans kom okkur öllum í opna skjöldu svo óvænt var hún. Vinskapur okkar Óla byrjaði þegar á barnaskólaárunum, er við urðum ná- grannar í Hlíðunum, en hann bjó frá bamsaldri fram á fullorðinsár í Drápu- hlíðinni. Þetta var á þeim árum þegar krakkar léku sér úti í hinum ýmsu leikj- um. Hjá okkur strákunum var fótboltinn vinsælastur og við áttum okkar völl við Stakkahlíðina, þar sem Blindraheimilið stendur nú. Þar vorum við suma daga frá morgni til kvölds. Flestir okkar fóru einnig niður á Hlíðarenda til að æfa og spila með VAL, en örfáir strákar af þess- um slóðum „villtust" upp í Skipholt og gengu í FRAM. Óli varð ungur Valsari og keppti hann með öllum yngri flokkum félagsins. Hann lék venjulega „fullback" eins og það hét þá og oftast með A-lið- inu, því þó ekki hafi hann verið stórvax- + Ólafur Axelsson fæddup 22. sept 1946 - dáinn 14. janúar 2002 inn var hann harður í horn að taka. Knattspymuáhuginn entist alla tíð og öll Verzlunarskóla- og Háskólaárin lékum við innanhússfótbolta með öðrum skóla- félögum. Síðar var Óli um tíma í stjórn knattaspymudeildar VALS og alltaf fylgdist hann vel með gangi félagsins. Þegar knattspyrnuiðkunin hætti tók golf- ið við hjá Óla og var hann forfallinn golfáhugamaður eftir það og tókst hon- um um síðir að smita mig af þeirri bakt- eríu. Óli varð stúdent frá Verzlunarskóla Is- lands vorið 1967 og lá leiðin þá í laga- deild Háskóla fslands. Ég held ég geti sagt að hann hafi verið búinn að stefna á lögfræðina í nokkurn tíma, enda var áhugi hans á faginu strax mjög mikill. Við fylgdumst náið að á þessum árum, sóttum sömu fyrirlestra, lásum oft saman og hlýddum hvor öðrum yfir námsefnið. Óli var fljótur að tileinka sér hinn „júridíska" þankagang, sem skipti svo miklu máli í laganáminu. Hann var vel gefinn, glöggur og fljótur að greina aðal- atriði frá aukaatriðum og komast að kjama hvers máls. Hann var því afbragðs efni í lögmann og málflytjanda enda fór svo að um það leyti, sem hann var að út- skrifast úr lagadeildinni vorið 1973, réð hann sig sem fulltrúi á lögmannsstofu bræðranna Vilhjálms og Tómasar Árna- sona, hæstaréttarlögmanna. Hann varð síðan meðeigandi þeirrar stofu með Vil- hjálmi og fleiri lögmönnum síðar. í ársbyrjun 2000 tókum við Óli upp samstarf um rekstur lögmannsstofa. Var mikill fengur fyrir okkur að fá hann í samstarf, því ljúfari, tillitssamari og skemmtilegri félaga er ekki hægt að hugsa sér. Er hans nú þar sárt saknað. Óli kvæntist Þómnni Stefánsdóttur, blaðakonu, í febrúar 1973. Þau skildu löngu síðar en ávallt voru miklir kærleik- ar með þeim. Dætur þeirra em Katrín og Hanna Ruth og fyrir átti Óli dótturina Guðnýju Elínu. Barnabörnin eru nú fjög- ur. Með mínum kæra vini er genginn ein- stakur mannkostamaður og afar um- hyggjusamur sonur, faðir, afi og vinur. Sendum við fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Guð geymi Ólaf Axels- son. Ólafur Gústafsson. 64 Valsblaðlð 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.