Valsblaðið - 01.05.2002, Síða 73

Valsblaðið - 01.05.2002, Síða 73
Hvað finnst móðurinni, íþróttamanni ársins 1964, um dætur sínar? Það er ekki á hverjum degi sem gallharð- ir Framarar skipta yfir í Val en um þessar mundir eru systurnar Guðríður, Díana og Hafdís með meistaraflokki í handbolta. Þær eru landskunnar fyrir frábæra hand- boltasnilli um „áratugaskeið" en Gurrý, sem þjálfar meistaraflokk, hefur líklega dregið systur sínar með sér niður að Hlíðarenda. Eins og flestum Valsmönn- um er kunnugt er Sigríður Sigurðardóttir móðir stúlknanna en hún var kjörin íþróttamaður . ársins árið 1964, fyrst kvenna á íslandi. Sigríður gerði garðinn frægan með Val í ,,den-tid“ en Guðjón eiginmaður hennar lék hins vegar með Fram. Hvað ætli móðurinni finnist um þessa óvæntu Fram-flutninga að Hlíðar- enda. „Mér þykir þetta mjög skemmtilegt. Stelpunum hefur kannski fundist þær skulda mér það að spila með Val, eins og mamman,“ segir hún í gríni. „Gurrý byrjaði reyndar með IR á sínum tíma en hinar fóru í Fram sökum þess að við bjuggum í hverfinu!! Ég reyni vitanlega að sjá flesta leiki með stelpunum en það hafa mikil meiðsl hrjáð Valsliðið. Annars finnst mér íslensk kvennalið ekki ráða almennilega við þennan hraða sem er í leikjunum, lætin eru allt of mikil. Leikimir þróast orðið þannig að það lið sem gerir færri vitleys- ur stendur uppi sem sigurvegari. Það er af sem áður var. Og svo vantar Val óneitan- lega skyttu en um leið og stelpumar stíga upp úr meiðslum er liðið til alls líklegt." Framsystumar í Valsbúningi. Díana, Guðríður og Hafdís. errea SÉRHANNAÐURFATNAÐUR FYRIR ÍÞRÓTTAFÉLÖG primo ■ tyntofrfremít Igppm -ImqðaAt ketwi- Landsliösbuningur Islands i knattspyrnu er nú fáanlegur í öllum stæröum. Fæ;>t i iþfottaverslunum um itiu aui

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.