Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 6

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 6
4 anda — að hann aldrei hafi snortið þess hjarta, aldrei orðið því að lífsgneista, heldr að eins að vana, af því að það var skipað og lieimtað, og ekki varð undan koraizt að hlýða. Þetta leiðir vist mikið af því, að kristindóms- fræðslan hefir verið byrjuð öfugt— byrjuð þar sem hún átti að enda eða því sem næst. Af einhverju leiðir það í fræðslunni sjálfri, því að hvorki getr það legið í efnihennar né í eðli barnanna. Kristindómr- inn er ekki leiðinlegri eða meiri grýla enn annar lærdómr, og börnin eru ekki svo spiit, að þau hafi á honum náttúruviðbjóð fyrir ilsku sakir. Þau eru lika fær til ens góða eins og þau eru fær til ens illa; það má -hæglega kenna þeim hvorttveggja, ef alúð er við lögð; enn sá er oft munrinu, að kristindómrinn er kendr eins og nauðung, enn er ekki daglegt líf og fyrirmynd; enn ið illa lærist ósjálfrátt, af því að það er ósjálfrátt fyrir þeimhaft; enn það er vafalaust in eðlilegasta kensla. Það sem maðr lærir ósjálfrátt, verðr ætfð fastast í huga hans og sannfæringu. Enn það, sem mestu varðar er það, að kristin- dómrinn verði þelcking, enn eigi að eins þekláng hugsunarinnar og skynseminnar, heldr einkum þelck- ing viljans og hjartans, og samþýðist lífi og hugsun- arhætti svo, að maðrinn geti orðið sannkristinn maðr — því að sú þelcking er líf. II. Þegar farið er að kenna börnunum kverið sitt, eru þau vanalega þetta 8—11 ára. Þar sem van- hirðing er á barnafræðslu, kann það stundum að vera enn seinna, enn þó mun það, sem betr fer, ó- A

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.