Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 8

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 8
6 óbeit á því, og varast það eins og ógæfuna meðan þau geta með nokkuru móti. Nú fáum vér tíu vetra gömlu barni lærdóms- kver til þess að læra. Fyrstu greinirnar byrja þeg- ar á eintæmishugmyndum (abstraktiónum), sem ekki hafa við neitt að styðjast sem á undan er gengið; þær eru gefnar og ósannaðar, og óútskýrðar, af því, að út af þeim verðr að leiða þær greinar, sem síðar eru aðalefni kversins. Það er byrjað á því að um- marka guð og guðshugmyndina, með svo heimspeki- legu formi og hugmyndum, að þær eru nærfelt jafn- óskiljanlegar og hún er sjálf;1 síðan er farið að út- lista einkunnir hennar eða eiginlegleika, sem kall- aðir eru; þær eru gefnar með orðum ; þau eru síð- an aftr skýrð; enn sú skýring er þá líka þung, og stundum alls ólík því, sem orðin þýða í daglegri málsvenju (t. d. skýringin á: Guð er alvitr). Síðan er þrenningarlærdóminum komið þar inn í, án þess auðið sé að skilja, livernig honum verðr komið að, áðr enn aðrar persónur guðdómsins eru nefndar á nafn enn orðið cjuö (svo að teljandi sé), enn það vita allir, að í vanalegu máli er með því nafni helzt við föðurinn átt. Svo þegar þessu er lokið, þá er farið að tala um, hvað guð haíi gert; enn svo er þar skotið inn í kaflakorni um djöfulinn, til þess að sýna, hvernig syndin er til komin; þá er sýnt fram á, hvernig guðs verk hafi spillzt og eyðilagzt af synd- inni, og svo glötun mannanna, sem af því leiddi. 1) Það s&st bezt á þvf, að flestar ummerkingar eru gerð- ar úr tómum neimerkingum (negationum), eða þá algildisorð- um sem ekkert segja. Slíkt or eittbvað annað en barnameð- færi; þó að vísindamenn geti hugsað sór það, er það ekki barnanna að slcilja slíkt.

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.