Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 10

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 10
8 sér annt um, að hinar ákveðnu frumsetningar kirkj- unnar haldi rétti sínum. Hann hefir lært trúarfræð- ina sjálfr með föstum heimspekilegum setningum og vísindalegu sniði, og einhvern veginn getað fest sér í hug að skilja þær réttum kirkjulegum skilningi.. Enn svo útskýrir hann líka eftir því; hann segir hugmyndirnar með öðrum orðum, ef það er hægt,. skýrir þær með dæmum, ef honum er það lagið, miðar einn lærdóminn við annan í kverinu, og lætr ekkert hjá líða, sem hann getr, ef honum er annars, lagið að fræða börn. Ef honum er það ekki, verðr það að ganga eins og það getr gengið þezt. Vér erum svo vanir við það, prestarnir, að hugsa eftir þessum gömlu og gildu setningum, og nota þær á. stólnum, að vér getum ekki vanið oss af því, og steingleymum því svo yfír vorri eigin speki, hvernig hugsunarþroska barnanna er varið. Oss þykir mest. unnið, ef börnin kunna. Það er ið fyrsta hjá oss; það kveðr svo ramt, að vér eigum að spyrja og upp- frœða börn, og förum svo að kenna þeim, enn gleym- um því, sem mest er um vert, að frœða þau. Og svo- verðr hinn dogmatiski lærdómr börnunum að litlu liði,. aí þvi að þau fá aldrei skilning í honum til fulls; það> er tré, sem er gróðrsett í góðum jarðvegi, enn á bágt með að bera blöð og ávexti fyrir ranga ræktun. Svo er víst til ætlazt, að öll börn eigi einnig a& læra biflíusögur eða að minnstakosti kynnasérþær; hafa til þess verið víðast hafðar Balslevs Biflíusög- ur. Þar sem barnaskólar hafa verið, haíá'þþær verið lærðar jafnframt kverinu, að minnsta kosti að' nafninu til. Enn til sveita mun vera æðimikilli misbrestr á því. Mörg börn eru svo fermd, að þau

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.