Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 26

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 26
24 að striða, og getr enda einatt að ósjálfráðu og í beztu? meiningu heldr spilt en bætt. Enn hvernig verðr þá tiltækilegast að haga. spurningum eftir barnalærdómi síra Helga Hálfdan- arsonar, til þess að sem beztir ávextir gæti fengizt af þeirri fræðslu? Um það atriði verð eg að eins að mestu að vísa. til ritgerðar minnar í 3. ári rits þessa, hver atriði það eru helzt, sem orðið geta til þess, að gera lær- dómana skiljanlega. Þýðir þvi ekki að taka það' upp hér; enda, ef svo væri gert í sambandi við grein þessa, mundi það verða oflangt mál að sinni. Enn þó vil eg ekki sleppa svo þessu má]i, að eg vilji ekki benda til þess sérstaklega, hvernig bifliusaganí getr orðið notuð til skýringar einstökum atriðum í kveri þessu. Eg hugsa mér þetta að eins sem dæmir sem sýnishorn, enn enga fyrirmynd, sem eg ætli öðrum að binda sig við og fylgja. Eg tek til dæmis fáeinar greinar úr öðrum kafl- anum, um eiginlegleika eða einkunnir guðs. Kafli þessi er fáorðr og gagnorðr, og eitt með þvi meist- aralegasta í kveri þessu. Við þrjá ena fyrstu eiginlegleika guðs er tæpast hægt að koma sögudæmum; þeir eru svo nátengdir veru hans og innra guðdómseðli. Guð er eílífr er krafa hugsunarinnar og orð ritningarinnar, enn engu; barni er auðið að grípa þá hugmynd og gera sér hana skiljanlega. Vér erum bundnir í timanum og skiljum ekki óendanleikann. Óumbreijtanleikinn hlýtr að verða eilífðinni samfara, því að ekkert sem breyt- ist, getr verið eilíft í ákveðinni mynd. Alstaðarná- lœgur hlýtr skaparinn að vera, bæði yfir öllu, um alt og í öllu. Dæmi í þá átt geta verið: Adam og

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.