Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 30

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 30
28 unum skemtilegri og aðgengilegri. Ef börnin halda. kverinu sínu við árið í kring, þá þurfa þau ekkl langan tíma til þess að lesa upp kaflakorn undir daginn, svo að það gæti varla orðið tilfinnanlegt^ hvað þau tefðist við upplestr á sumrinu. VI. Að endingu vil eg leyfa mér að bera fram til- lögur nokkurar í þá átt, sem geti orðið til þess, að' færa barnafræðsluna nær því lagi, sem eg ætla að' betra væri enn verið hefir. Einkanlega er það að- því leyti nauðsynlegt, að ráð sé fengið tii þess, að' kristindómrinu geti samþýðzt, eigi að eins skilningi og þekkingu, heldr og huga og lijarta. Það er lítið> gagn að þvi, að lcenna börnunum kristindóm; það> verðr líka að frœða þau i honum og uppala þau i honum. Enn til þess duga ekki eingöngu dogma- tiskar trúargreinir, sem á að læra utanbókar, heldr verðr það að vera guð og guðs verk, guðs náð og elska i opinberuninni, í sögunni, sem verðr að inn- ræta þeim ungu. Svo sem kunnugt er, eru bænir og sálmvers. það fyrsta, sem börnum er kent. Þetta læra þau að sönnu án þess, að þau skilji það til fulls. Enn þau fá þó þá þegar einhverja óljósa hugmynd um hinn algóða, ósýnilega guð, sem í himninum býr og þó er þeim svo náiægr. Síðan er farið að kenna þeim að lesa, þegar þau eru orðin þetta 6—8 ára. gömul, og innan 10 ára eru þau flest kölluð læs,. enda þótt æðimikill misbrestr sé nú á því, eins og' eg hefi áðr minzt á. Enn svo er þeim skipað að setjast við kverið, og læra það utanbókar. Þetta er alveg rangt, eins og eg hefi áðr minzt á; það er alt.

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.