Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 40

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 40
38 anna í sínu umdæmi á hendi, ræður kennara, sjer um bygging skólahúsanna, og útvegar öll skólaá- höld; sjer um það, að fólk sendi börn sín áskólana — því það varðar sekt, ef foreldrar senda ekki börn sín á skóla, eptir að þau eru komin á skóla- aldur, nema þeim sé það ómögulegt einhverra liluta vegna—; ákveður hvað kenna skuli, ef eitthvað er kennt annað en þær kennslugreinir, sem lögboðnar eru, og hefur yfir höfuð allt eptirlit með skólum og kennslu. Aðalumsjón allra skólamála hvers v>county’is« hefur skólaumsjónarmaður (Superentendent of Schools). Hann heldur kennarapróf í sínu county fimm sinn- um á ári og ritar undir kennara-leyfin (Teachers Certificates), og skiptir skólafjenu upp á milli skóla- umdæmanna. Hann verður að heimsækja hvern skóla ekki sjaldnar en einu sinni á ári, og liafa eptirlit með kennurum og skólanefndum. Hann safn- ar og semur allar skólaskýrslur fyrir sitt county og afhendir þær skólastjóra ríkisins. Skólastjóri ríkisins (State Superintendent of Pu- blic Instruction) hefur aðalumsjón alþýðuskólanna, og þar fyrir utan er hann meðlimur stjórnarnefndar kennaraskólanna (State Normal-School’s) og háskóla ríkisins (State University), sem hafa sjerstakar stjórn- arnefndir. Hann semur spurningarnar fyrir kenn- araprófin, ákveður, í hvaða formi allar skólaskýrslur skuli vera, og tekur við þeim frá county-skólastjór- unum. Hann ákveður, hvenær kennarafundirnir (Teachers Institutes) í hverju county skuli haldnir, og útnefnir kennara til að stýra þeim. Enginn má kenna í skóla yngri en 18 ára gam- all, og hafi auk þess leyfi til að kenna frá skóla-

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.