Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 41

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 41
39 stjóra county-isins, Kennaraleyfin fyrir alþýðuskóla- kennarana eru þrenns konar; eitt fyrir þrjú ár (First grad^ certificate), annað fyrir tvö ár (second grad^ certificate) og þriðja fyrir eitt ár (Third grads ■certificate). Til að ná þriggja ára leyfinu, verður umsækjandi að standast próf í: lestri, skript, rjett- ritun, enskri málfræði, landafræði, Bandaríkja-sögu, reikningi, líffærafræði (Physiology) og heilbrigðis- reglum, kennsluaðferð (Theory and Practice of Tea- ching), stjórnfræði, jarðlögunarfræði (Physical Geo- graphy), frumatriðum náttúrufræðinnar (Natural Phi- losophy), undirstöðuatriðum mælingarfræðinnar (Ele- mentary Geometry), bókstafareikningi (Algebra) og bókfærslu. Til að geta fengið tveggja ára kennslu- leyfið, þarf umsækjandi að standast próf í fyrstu 10 greinunum, og til að ná ársleyfi í fyrstu 9 greinun- um. Allir alþýðuskólakennarar eru skyldir að sækja kennarafundina (Teachers Institutes), og er öllum skólum þeirra lokað, á mfeðan þessir fundir standa yfir. Þeir fá sama lcaup fyrir þann tíma, sem þeir sitja fundi þessa, og þeir hafa við skólana, ef kennsla stendur yfir i skólanum á þeim tíma, sem kennara- fundurinn er kallaður saman; annars hafa þeir ekkert kaup, á meðan þeir sækja fundinn. Ef þeir vanrækja að sækja kennarafundinn, getur skólastjóri ónýtt kennslu- leyfi þeirra. í Pembina County eru 9 íslendingar, sem hafa tekið kennarapróf; tveir af þeim eru stúlkur. Kennslan í alþýðuskólunum á að standa í sam- Bandi við kennsluna í æðri skólum rikisins, að svo miklu leyti sem því verður við komið, og menntunar- stefnan er ákveðin í þá átt, að innræta nemendun um sannleiksást, hófsemi, hreinlæti, ráðvendni, fje-

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.