Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 42

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 42
40 lagslyndi og virðingu fyrir allri heiðarlegri vinnu. Skyldunámsgreinar við alla alþýðuskóla eru: lestur, skript, reikningur, rjettritun, málfræði, landafræði,. lifiærafræði (Physiology), heilbrigðisreglur og Banda- ríkja-saga. Sjerstaklega er slcipað að útlista fyrir nemendunum áhrif vínandans og tóbaksins og skað- legar verkanir þeirra á líffærin. Tilgangurinn er að koma því inn í meðvitund unglingsins, hvað skað- samleg áhrif þetta tvennt getur haft á líkamlegan og andlegan þroska hans í uppvextinum, og inn- ræta hjá honum viðbjóð á ofdrykkju og óhófiegri tóbaksnautn. Kennslutími í alþýðuskólunum úti á landinu er vanalegast frá sex til átta mánuði á ári, og er skipt, í tvö jöfn tímabil. Kennsla byrjar venjulega á haust- in í september eða október, og heldur áfram þrjá- til fjóra mánuði; svo er kennsluhlje eina tvo mán- uði kaldasta vetrartímann, I marzmánuði er svo byrjað að kenna aptur og haldið áfram, þar til búið er að kenna út þann tíma, sem ákveðinn er. í eng- um alþýðuskóla skal kennsiutíminn vera styttri en fjóra mánuði, og í öllum skólaumdæmum, þar sem fimmtán eða fleiri börn á skólaaldri heyra til hvers skóla, skal hver skóli haldinn sex mánuði. Skóla má loka án samþykkis kennarans, enda þó hans tími sje ekki úti, fyrir veikindi, eða ef færri en fjórir sækja skóla hans tíu daga í röð. Engir eru skólar hjer út um landið stigskólar, og kennsluaðaferð mjög mismunandi, og víðast hvar lítið um kennsluáhöld. Kennarinn ræður því eingöngu, hvaða kennsluaðferð hann hefur og hvaða námsgreinar hver nemandi tekur fyrir, að öðru leyti en því, að hann verður að kenna hinar lögboðnu námsgreinar. Sumstaðar

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.