Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 45

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 45
43 setningu, og það látið búa til setningar, látið segja •eitthvað um einhvern hlut. Um leið eru barninu kennd aðgreiningarmerkin og einföldustu reglurnar með brúkun þeirra. í reikningi er byrjað á því að kenna barninu tölurnar. Því er sýndur einhver hlutur, og það svo spurt, hvað margt það sje. Barnið svarar þá, að það sje einn; svo er því sýndur annar hlutur, helzt sömu tegundar og sá, sem því var fyrst sýndur; kennarinn heldur á þessum lilutum sínum í hvorri hendi og spyr svo barnið — hvað hef jeg margt í hægri hendinni? Barnið svarar: einn. Kennarinn spyr aptur.—Hvað hef jegmargt í vinstri hendinni? Barnið svarar: einn. Þá setur kennarinn báða hlut- ina saman á borðið, eða tekur þá báða í aðrahönd- ina, og spyr barnið, hvað margir sjeu einn og einn. Ef barnið veit það, svarar það »tveir«. Með þessu móti lærir barnið, að tölurnar myndast við það, að •einum er bætt við næstu tölu á undan. Jafnframt þessu er barninu kennt að þekkja og mynda tölu- stafina og skrifa þær tölur, sem það liefur la>rt, með orðum, tölustöfum og rómverskri tölu. Sumir kenn- ■arar kenna barninu samlagning, frádrátt, margföld- un og deiling allt í senn. Kennarinn tildæmis læt- >ur barnið taka einn hlut, svo tvo hluti, og svo fimm hluti, og spyr svo barnið, hvað það haíi nú marga hluti. Barnið svarar »átta«. Svo spyr kennarinn, hvað það sjeu margir 1 og 2 og 5. Barnið svarar »átta«. Svo spyr kennarinn barnið: ef við tökum tölurnar einn, tvo og fimm, og gerum úr þeim eina tölu, hvaða tölu fáum við? Barnið svarar »átta«. Nú segir kennarinn barninu, að þegar tvær eða fleiri tölur sjeu teknar og mynduð úr þeim ein tala,

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.