Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 52

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 52
Jóhann Amos Comeníus.1 Jóhann Húss í Bæheimi var einn af þeim, er hófu mótmæli gegn páfa á undan Lúther; fjekk hann allmarga á sitt mál, og hjelzt trúarflokkur hans,. Hússítarnir, saman eptir hans dag. Síðar mynduðu nokkrir af þeim trúarflokki sjerstakan flokk, er kall- aður var Máhrisku- og Bæheimsbræður. Hinn 28. marz í vetur voru víða hátíðahöld í skól- um og hjá skólamönnum í minningu þess, að þá voru liðin 300 ár frá því, að sveinn sá fæddist hjá Máhr- isku bræðrunum, er síðar varð slíkur maður, að hann skipar öndvegissess meðal uppeldisfræðinga. Það var Jóliann Amos Comeníus. Hann fæddist í Máhren 28. marz 1592, en fullvíst er livorki um fæðing- arstað hans, nje hverrar stjettar foreldrar hans hafi verið; þó segja flestir, að faðir hans hafi verið mal- ari. Fátt er kunnugt um uppvöxt Comeníusar; for- 1) Þess skal getið, að jeg lief ekki átt kost á að kynna. mjer rit Comeníusar sjálfs, en orðið að fara eptir því, er aðrir segja um liann, og að eins getað liagnýtt mjer tilvitnanir úr ritum hans, teknar úr ýmsum ritum um hann. Það er ann- ars leitt, þótt það sje ekki svo óeðlilegt, hve snauð bókasöfn vor eru að ritum, er snerta uppeldisfræði, og að stuðnings- og leiðbeiningarritum við alla kennslu á lœgri skólunum.

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.