Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 53

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 53
51 eldra sína báða hafði hann misst, er hann var 10— 12 ára, og fór hann þá til frændfólks síns. Lítil rækt var lögð við að kenna honum á unga aldri, og á 16. ár var hann kominn, þegar hann komst í lat- inuskóla. Harmaði hann það mjög síðar, hve mörg dýrmæt námsár hefðu farið forgörðum fyrir sjer. En þar bætti þó úr skák, að skólanámið gekk fljótt og vel, því að hann var skarpgáfaður, þauliðinn og stálminnugur. Þegar hann var 19 ára, fór hann á skóla í Herborn og stundaði þar guðfræði. Hinrik Alsteð, kennari hans þar, hafði mikil og góð áhrif á hann, styrkti og glæddi hjá honum trúna, er honum hafði verið innrætt þegar í æsku, kenndi honum gagnfræði og vakti hjá honum áhuga á þeim. Frá Herborn fór Comeníus til Heiðelbergs og hjelt þar áfram guðfræðisnámi. Þaðan ferðaðist hann til Hol- lands og komst þar í kynni við ríkan kaupmann, Loðvík de Geer, er reyndist honum trvggðavinur og styrkti hann stórum síðar. Sumir segja, að hann hafi þá líka brugðið sjer til Englands; en hvað sem því líður, þá sneri hann brátt lieim aptur úr ferðalaginu, og einsetti sjer að vinna ættjörðu sinni og trúbræðr- um það gagn, er hann mætti. Eigi var hann nema 22 ára, er hann hafði lokið námi í Heiðelbergi, og of ungur til að takast prestsstörf á hendur. En þá var honum fengin í hendur for- stjórn bræðraskólans i Prerau í Máhren; þarbyrjaði hann lcennslustörf sín og þar hóf hann að rita kennslu- bækur sínar. Hann kom latínukennslunni í betra horf við skóla sinn en verið hafði, og kom þar á meiri gagnfræðakennslu en áður. Þegar hann hafði verið skamma stund skólastjóri, tók hann prestsvígslu, og gaf sig að sinni minna við kennslumálum.

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.