Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 55

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 55
53 aðarboðskaparins slokknaði þar til fulls. Síðan hjeldu þeir leiðar sinnar til Lissa; þar hafði fram undir öld verið bræðrasöfnuður, og óx hann nú stórum við komu flóttamanna. I Lissa varð Comenius fyrst kennari og' siðan rektor við latínuskóla; hjelt hann þar fram uppteknum hætti, að hugsa um fræðslu æskumanna og umbætur hennar. Hann fýsti að bæta hag trúbræðra sinna og allra manna, en til þess þótti honum það ráð væn- legast, að öll alúð væri lögð við uppeldi og fræðslu æskumanna. Ritstörfum sínum hjelt hann áfram; ritaði hann bæði guðfræðisrit og skólarit. Þar lauk hann við bók þá, er getið hefur honum liinn mesta orðstír; það var »Kennslufræðin mikla* (didactica magna); hana ritaði hann í fyrstu á móðurmáli sínu, og segist hann í formálanum ætla hana liinni kæru ættjörðu sinni, því að allt af lifði vonin hjá honum um, að sjer og trúbræðrum sínum nmndi auðnast að hverfa heim aptur. En sú von rættist ekki, og seinna sneið hann bókina handa almenningi, nam úr henni það, sem snerti Bæheim sjerstaklega, og gaf hana út á latínu, svo að sem víðast gætu orðið not að hqnni. Comeníus varð þegar allfrægur fyrir ritstörf þau, er drepið hefir verið á, en 1631 gaf hann út bók, er hann kallaði »Hinar opnuðu máldyr, (janua lingvarum reserata); mátti svo segja, að súbókgjörði hann heimsfrægan. í þessari bók er sett fram ný aðferð til þess að kenna latinu; þar er sameinað það tvennt, kennsla málsins sjálfs og fræðsla um hluti þá og hugmyndir, er málið táknar. Bókinni er skipt i 100 kafla, 1000 setningar og 8000 orð; átti hún í stuttu máli »að sýna allan heiminn og hina latnesku tungu«. í innganginum er byrjað á þvi, að tala um

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.