Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Síða 57
55
»Far þú yfir fjall þetta í einu andartaki, ef unnt
■er«, að jeg er vanur að flýta mjer með flest störf
mín.
Arið 1638 ritaði sænska stjórnin Comeníusi og
bað hann að koma til Svíþjóðar, til þess að koma
betri skipun á skóla þar. Hann færðist undan þessu,
en rjeð til, að maður væri sendur til sín frá Svi-
þjóð, til að kynnast kennslu sinni. Varð því ekki
•af aðgjörðum hans í Svíþjóð að sinni. Orðstír Co-
meniusar hafði borizt til Englands eins og víðar, og
þar átti hann vini. Fyrir tilstilli þeirra bauð parla-
mentið enska honum að koma til Englands, bæði til
að bæta skóla þar, og til að starfa að alfræðisritinu.
JÞetta boð þá hann, og kom til Lundúna haustið 1641.
Fyrst gekk allt að óskum; leit út fyrir, að hann
mundi bæði fá aðstoðarmenn til að starfa að alfræð-
inni, og fje það, er þurfti. En svo stóð að eins
skamma stund. Brátt hindruðu óeirðir á írlandi og
■ósátt milli þings og konungs á Englandi Comeníus
frá að halda áfram störfum á Englandi. Þá var hon-
um að nýju boðið að koma tíl Svíþjóðar; þó var það
að þessu sinni ekki stjórnin, heldurLúðvík de Geer,
sá er áður var nefndur; hann hafði þá tekið sjer
bólfestu í Svíþjóð og var stórríkur maður og hinn
mildasti að fje. Kona hans bað hann á banasæng-
inni að láta af verzlun, því að auður þeirra væri
meira en nógur handa börnunum. Þá svaraði hann:
Við eigum nóg sjálf, en þeir ekki, sem ofsóttir eru
vegna Krists. Slíka menn studdi hann og með rausn
mikilli; þar á meðal hjálpaði hann máhrisku bræðr-
lunum, og það var sannnefni, er Comeníus kallaði
hann ölmusugjafa Norðurálfunnar. Til Frakklands
var Comeniusi líka boðið að koma, til að skipa skóla-