Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 60
58
•að knýja fram með sporum þann hest, sem sjálfvilj-
ugur hleypur, eða svipta hann fóðri. De Geer iðr-
aðist harðyrða sinna og sendi bæði Comeníusi sjálf-
um og trúbræðrum hans ríflegan fjestyrk; lauk hann
við bækurnar, og þær voru prentaðar; en ýms at-
vik ollu því, að þær komu ekki að tilætluðum not-
um.
Arið 1648 var hann kosinn biskup bræðrasafn-
aðarins; það var erfið staða fyrir hann og torvelt
að koma á endurbótum, því að þeir voru á víð og
dreif í útlegð. Hann lagði því allt kapp á, að trú-
bræður sínir fengju að hverfa aptur heim til ætt-
jarðar sinnar, og hafa þar að frjálsu feðratrú sína.
Bræðurnir höfðu barizt með Svíum í þeirri von, að
þeim kynni að takast að endurvinna ættjörð sína..
En svo endaði 30 ára stríðið og friður var saminn.
Þá kom það upp úr kafinu, að við friðargjörðina
ætti engan gaum að gefa bræðrasöfnuðunum. Þeir
urðu sem þrumulostnir. Comeníus ritaði Axel Ox-
■enstjerne brjef og segir í því: Hvað stoðar oss það,
að vjer höfum talið yður næst guði frelsara vora;
hvað stoðar oss það, að þjer með fulltingi tára vorra
hafið sigrað, fyrst þjer seljið oss á vald kúgurum
vorum, þótt þjer ættuð kost á að leysa oss úr út-
legðinni. Hvað stoðar oss það, að þjer hafið sent
oss herhvöt, fyrst yður þóknast ekki, að land vort
öðlist fagnaðarboðskapinn. Jeg skrifa í nafni margra;
hrærður af harmatölum þeirra, varpa jeg mjer fyrir
fætur þínar og fyrir fætur drottningar þinnar og fyrir
fætur ríkisráðsins, og jeg særi yður við sár Krists,
að þjer sláið ekki hendi af oss, sem erum ofsóttir
vegna Krists«.
Bænir Comeníusar höfðu ekki árangur; bræðra-