Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 61

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 61
59 söfnuðurinn og heill hans varð að lúta í lægra haldi fyrir hagsmunum og stjórnbrellum höfðingjanna; hon. um auðnaðist ekki að hverfa aptur til ættjarðar sinn- ar, heldur tvístraðist hann á víð og dreif um Norð- urálfuna. Eptir sem áður starfaði Comenius þó að því með óþrjótaudi elju, að bæta andlegan og lik- •amlegan hag trúbræðra sinna; liann var sverðþeirra og skjöldur. Um þessar mundir rjeð Sigmundur Rakoczy fyrir ■Siebenburgen, ungur maður og áhugafullur um fram- farir þegna sinna; hann hafði fengið fregnir af Co- meníusi og bauð honum að koma til sín; það þekkt- ist liann og flutti til Patak 1650; þar var ætlazt til, að hann stofnaði skóla handa aðalsmönnum, borgur- um og gáfuðum bændasonum; skyldi honum skipt J 7 bekki. Þessi skóli átti að verða að mörgu öðru- vísi en þá var títt; þar átti að sýna í verkinu, til hvers uppeldis- og kennslureglur Comeníusar væru nýtar. Skólinn átti ekki að vera bláber bóknáms- skóli, heldur jafnframt uppeldisskóli, og þar skyldu gagnfræði meira kennd en venja var. Þegar tii framkvæmda kom, varð við ýmsa erflð- leika að stríða; kennslubækurnar höfðu ýmsa galla, ■eins og optast vill verða fyrst í stað, þegar ný stefna •er tekin; reynslan heimtar sitt gjald við þær, eigi ■síður en við annað. En auk þess sem kennslufyrir- komulag og kennsla var eigi svo fullkomið, sein verða hefði mátt, ef á lengri reynslu hefði verið að byggja, þá átti Comeníus við ýmsar vofur að berjast, van- traust á nýbreytni hans, öfund, kennaraskort o. fl. Þó vann hann og þreyttist ekki; hann hugsaði sí og •æ um, hvernig hann fengi bætt skólann og skrifaði bækur handa honum; merkust þeirra er Mynda- L

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.