Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Síða 62
60
heimurinn (orbis pictus). Sii bók hefur margsinnis.
verið prentuð og henni snúið á mörg raál. Hún er
nokkurs konar myndaskýring á ■mdldjjrunum; í henni
eru myndir af margvíslegum hlutum og athöfnum,
og jafnhliða myndunum eru ritaðar skýringar á,
þeim.
Það var eins og mæðan legði Comeníus í ein-
elti. Þegar hann hafði verið eitt ár í Siebenburgen,.
dó Sigmundur, og öfundarmenn hans fengu því til
vegar komið, að aldrei komust á nema 3 neðstu
bekkirnir í skólanum; þó hjelt hann þar áfram störf-
um i 4 ár; en 1654 varð hann að hverfa aptur til
Lissa; þar þurfti hann að lilutast til um kirkjumál..
I Lisssa átti hann skamma sttmd næði að fagna. I
ófriði milli Svía og Pólverja var bærinn tekinn her-
skildi og brenndur til ösku. Comenius fjekk með
nauðung bjargað lífinu, en ljet í annað sinn eignir
sinar, bækur og flest handrit; hafði hann unnið að
sumum þeirra yfir 40 ár. Það sem hann hafði ss,fn-
að til alfræðinnar brann þar upp. Varð hann nú að
flýja þessa nýju ættjörð sína með trúbræðrum sín-
um; þeir tvístruðust viðs vegar, en hann hraktist fyrst
um Þýzkaland og kom loks til Hamborgar. Þar
hitti itann Lárentius de Geer, son Lúðvíks, er þá var
andaður; hann bauð Comeníusi að koma til Amster-
dam; það boð þá h’ann; flutti hann þangað 64 ára
gamall og lifði þar í næði það sem eptir var æfinn-
ar. I Amsterdam átti hann marga vini, ogþarvora
rit hans prentuð. Hann hjelt enn áfram ritstörfum,
og er mælt, að hann liafi skrifað 27 rit, eptir að
liann kom til Amsterdam, en í allt ritaði hann yfir
100 rit.
Jafnframt ritstörfunum lijelt hann áfram sömu