Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 63

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 63
G1 ■störfum og áður; hann starfaði fyrir kirkjuna og trú- brœður sína; hann starfaði lika fyrir skólana og hjelt þar áfram kennslu sjálfur. Eins og þegar liefir verið getið, bar Comeníus söfnuð sinn og trúbræður jafnan fyrir brjóstinu, ljet ■ekkert tækifæri ónotað, til að reyna að bæta hag þeirra, og ól stöðugt þá von, að úr mundi rætast fyrir þeim. Þetta studdi að þvi, að hann leiddist á afvegu um stund á efri árum; hann hneigðisi að spádómstrú, og bjóst við, að 1000 ára ríkið væri þá í nánd. Það voru uppi um þessar mundir menn, er þóttust fá vitranir og sjá sjónir, er boðuðu bráða sælú á jörðu. Þessa spádóma gaf Comeníus út í bólc, er hann kallaði Ljós í myrkri. Ymsir gripu að vísu feginshendi við þessu og lögðu trúnað á það; en þó varð það til þess, að afla honuin ámælis margra •og varpa nokkrum skugga á hann. En hver er sá, ■er í engu skjöplist. Þessi trú hafði ekki heldurfest imjög djúpar rætur hjá hopum; má það sjá af bók þeirri, er hann samdi þrem árum fyrir andlát sitt, og hann nefndi Hið eina nauðsynlega. Þar sýnir Ihann, að hann er enn trúarhetjan forna, er engu treystir öðru en drottins náð. Þessa bók má telja ■erfðaskrá, er hann ljet eptir ættingjum sínum, trú- ibræðrum og yfir höfuð öllum; það er játningarrit ihans; segir hann í því: Jeg þakka guði fyrir, að hann hefir alla æfi látið mig vera framsóknarmann, því að þráin eptir hinu góða er lækur, sem rennur út frá uppspretíulind alls góðs, guði sjálfum; og þó •að guð með þessu hafi leitt mig inn í. mörg völund- arhús, hefur hann þó þegar leitt mig út úr þeim flestum aptur, og hann leiðir mig við liönd sjer til Jhins sæla friðar. Nokkru af kröptum mínum hef

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.