Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 67

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 67
65 fræði má byrja, með þau á því, að kenna þeim að þekkja fjöll, dali, vötn, bæi o. fl. Þau geta byrjað á því að fá fræðslu um tíma, dag og nótt, viku og ár, sumar og vetur. Undirbúningur undir sögunámið er, það, er barninu er kennt að setja á sig það, er við ber, og segja frá því. Byrjun reikningsfræðslu er, •að barninu er kennt að þekkja muninn á mikið og lítið, að telja til 10, að sjá að 3 eru meira en 2 ■og að 3 og 1 eru 4. Þannig heldur hann áfram að telja upp, hvernig leggja megi grundvöll til marg- •víslegrar þekkingar þegar á fyrstu árunum. í barnaskólann vill hann að öll börn undan- tekningarlaust gangi, og af því leiðir beint sú krafa hans, að móðurmálið, en eigi latína, sje fyrsta og hclzta kennslumálið þar. Hann segir, að það sje ■sama, að byrja á því að kennna útlent mál á undan móðurmálinu, sem að byrja á því, að kenna barni að ríða, áður en það kann að ganga. I barnaskóinnum vildi hann að kennt væri lestur, skript, reikningur, •saga og landafræði. Auk þess vildi hann, að ung- lingunum væri kennt þar það, sem útheimtist til þess, »að skilja það, sem fram fer umhverfis þá á heimilinu og 1 ríkinu«. Handiðnanám vildi hann og •sameina öðru skólanámi. Hann gjörir yfir höfuð alllíkar kröfur til alþýðufræðslu og gjörðar eru nú á dögum, en mjög ólíkar því, er fiestir gjörðu á hans dögum. Hann má telja einn hinn öflugasta forvígis- mann þeirrar stefnu, er þegar hafði nokkuð brytt á fyrir hans daga, að hollara mundi að leggja meiri rækt við gagnsvísindin og móðurmálið en gjört hafði verið áður, og sjálfur hafði hann mjög margt til að bera, til að geta fylgt henni öfluglega fram, mennt- mn, kennara og rithöfunds hæfileika, einlægan áhuga, 5

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.