Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 74
72
3. Ndttúran lœtur allt vaxa upp af rótinni. Þó aðs
regnið komi ofan að, þá er það rótin, sem sýg-
ur mesta vætuna í sig. Börnin eiga ekki að öðl-
ast alla speki sína af bókum. Þau eiga að læra
af himninum, jörðinni, trjánum og bókunum..
Þau þurfa að læra að þekkja og rannsaka hlut-
ina sjálfa, en eigi að eins hlusta á það, sem
aðrir segja um þá.
4. Náttúran stendur aldrei í stað; hún heldur þvi
áfram, sem liún hyrjar á, eykur það og full-
komnar. I sltólum ætti að stunda allt nám
þannig, að það, sem á undan er lært, sje jafnan
undirbúningur þess, sem á eptir fer, og að það,.
sem á eptir fer, festi í minninu það, sem á und-
an er gengið. Fyrst skal koma nemandanum
í skilning um námsefnið, síðan láta hann festa
það í minni. Festu eitthvað í minni á hverjum
degi, því sterkara mun það verða; því minna
sem á minnið er lagt, því minna mun það
verða.
Það yrði oflangt mál, ef skýra ætti að nokkru
ráði frá aðalefninu í allri uppeldisfræðinni, því verð-
ur þetta litla sýnishorn að nægja, enda yrðu menn
litlu fróðari eptir en áður um það, hvað þar væri
frumlegt, og hvað fengið frá öðrum, sjerstaklega
stefnubræðrum Comeníusar, þeim Englendingunum
Frans Baco og Locke, Montaigne hinum franska og
Ratke o. fl., en hjer er ekki rúm til að leitast við
að sýna það, nje heldur til að rannsaka, hvað sam-
tíð hans og framtíð muni eiga honum að þakka. En
oflof mun það vart vera, þótt sagt sje um hann, að'
hann hafi verið meistarinn, sem svo haganlega kunni