Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 77

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Side 77
75 þær í flestu réttar og sjálfsagðar til eptirbreytnis. Set eg liér fyrst nokkur almenn ráð. I. Kenn ungum að þekkja sjálfa sig, og lát þá heyra, sjá og reyna það, sem er gott og rétt. Ven þá á, að bera lifnað sinn saman við lögmál krist- indómsins. Lát þau ekki að eins lesa það og læra, heldur tala um það við þá. Ven þá á, að heimta aldrei meiri vináttu né virðing, gjafir né dekur af öðx’um en þeir sjálfir gefa aptur á móti. Ven þá á, að muna vel og meta ogþakkaþað, sem þeir þiggja af öðrum, en lát þá ekki gorta af né telja eptir það, «em þeir gera öðrum gott. Ven þáá, að vilja held- ur eiga hjá öðrum en skulda þeim, heldur þola ó- réttinn en gera hann. Sýn þeim aldrei fegraðar myndir af syndinni; þær tæla þá; eru því margar skáldsögur ungum skaðlegar; vara þá við þeim. Lát þá heldur heyra og lesa og lesa kvæði Bjarna, Jón- -asar, Matthíasar, Steingríms og Gröndals og fleiri ;skálda, sem mála góðar og fagrar myndir af væn- um og göfugum mönnum. Lát þá heyra og lesa fornsögur þær, sem bezt sýna sjálfstæði, trúmennsku, sannleik, hreysti og andríki og göfuglyndi forfeðra vorra, t. d. Njálu, Vatnsdælu, sögu Gests Þór- hallasonar, Rafns Sveinbjarnarsonar o. fl. Lát þá heyra og lesa sögur Péturs biskups; í þeim eru líka margar góðar og fagrar fyrirmynd- ir, sem unglingar hefðu mjög gott af að taka eptir. Sumar af Torfhildar sögum, og ef til vill, sumar mínum sögum, mætti og nota til þessa. Sög- ur Gests og Jónasar eru og góðar fyrir unglinga, sé þeim að eins kennt að taka flestar persónur þeirra

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.