Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Qupperneq 81
79
alvarlegur, en samt stöðugur og stilltur; dugi það'
eigi, svo reyn að vinna það með því, að horfa á það
þegjandi, fast og lengi; dugi þetta eigi heldur, þá
beit stilltum, en staðföstum strangleik, unz það gegnir.
En gáðu samt fyrst vel að, livort þrályndi þess ekki
er að kenna kulda, liörku og ónotum þín eða ann-
ara. Svara svörulu barni út af, samt með réttlæti.
En gæt þess, að með ranglæti þínu getur þú sjálfur
oft verið orsök til þess, að það er hortugt. Sýndu
frömu ocj óskammfeilnu barni alvöru, og lát það sjá
skömm sína; en gæt þess samt, að þú meðranglæti
þínu eða klaufahætti getur oft verið orsök til þess,
að það verður ósvífið. Vertu hreinskilinn, strangur
og aðgæzlusamur við hrekkvíst barn. En gættu þess.
vel, að hrekkvísi þess, brögð og ósannindi getáverið
komin af kúgun hjáþér eða öðrum. Harðstjórnin er móðir-
hræsni og lygðar. Viti börn og undirgefnir, að þeir
eigi von á hörðu, hvað lítið sem þeim verður á, og
það þótt óviljandi sé, þá er þeim nokkur vorkunn,
þótt þeir reyni að beita brögðum, til þess að kom-
ast hjá hegningu. Trúðu því líka barni fyrir ein-
hverju, til þess að kenna því ráðvendni. Heimtu-
frekt og vanþakldátt barn er oft leiðindagripur. Of-
mikið dekur gerir mörg börn liamslaus í kröfum
sínum við aðra. Og eg mótmæli því alveg, að láta
eins við börn eins og stundum, einkum erlendis, er
látið við höfðingja- og auðmannabörn. Menn gera
þau að gikkjum með þessum sífelldu gjöfum. Að
gefa fátækum börnum, eða börnum velgjörðamanna
sinna, eða sérlega góðum og námfúsum börnum, er gott
ogfagurt. Enaðtroða gjöfum í börn, reglulaust og án
tillits til þarfar og verðleika þeirra, er mjög óþarft
Elska og blíða við börn getur mjög vel samþýðzt: