Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 83

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 83
81 ■er það minni vandi. Margur gerir gott barn slæmt, xneð því að fara illa með það eða hafa illt fyrir því. Harðneskja, fyrirlitning, og önnur ill og röng með- ferð, gerir kjarkbarnið hart og þrátt, greinda og stillta barnið slægt og hrekkvíst, veiklynda barnið kjarklaust. Illa meðferðin er eins og slæmu stjúp- urnar í þjóðsögunum; hún kemur börnunum í álög og gerir þau að úlfum, refum eða geitum i andleg- um skilningi. Já, ástríka eða góða barnið sjálft get- ur leiðzt út í ýmsa óreglu, sé því sýndur sífelldur kuldi eða tortryggni. Verður þá fagur mannengill hulinn svínsgervi.-------Eg held nú, að hinar ofan- töldu álmennu hegðunarreglur, sem felast í elsku, sannleilc og réttlæti, séu einmitt þær, sem einkum og sér í lagi á að hafa við góðu börnin. Samt vil eg taka þrjú atriði fram enn þá. Vertu ætíð blíð- «r og nákvæmur við veiklynt barn, og víeg því, ef Jþví verður á. Græt aldrei viðkvæmt barn, sem elsk- ar þig; því meira sem það ann þér, þess þyngra fellur því reiði þín. Sum börn eru mjög ástrík í geðsmunum, við- kvæm og fín, saklaus og einlæg sem engill, vænta okki annars af öðrum en góðs, af því þau eru svo góð sjálf. Elskan, fegurðin og réttlætið svo að segja skín og geislar af augum, brosi, atlotum, hreyfing og hegðun þeirra allri. Skoðum þvílík börn eins og ■engla, eins og mannblóm, sem eru svo miklu æðri, betri, fegri og hreinni en sjálfir vér. Hugsum þá um það, að í þeim er helgidómur lífsins og imynd hins æðsta barns. Allt sem eg get sagt um hegðun við slík börn, auk áðurtaldra ráða, er þetta ritning- arorð: »Tak skó þína af þér, því þú stendur á 6

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.