Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 86

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 86
r 84 IV. Gefðu öllum börnum gott eptirdæmi í orðum, viðmóti og verkum. En vertu samt einkum vandur að breytni þinni við barn það, sem elskar þig og treystir þér. Þvílíkt barn tekur þig til fyrirmyndar í mörgu, ef ekki öllu. Og þá ríður einkum á, að fyrirmyndin só góð. Og sértu búinn að fá orð á þig sem ágætur kennari, þá ríður þér einnig mjög á því að vanda breytni þína. Ef þú þá ekki gjörir það, þá villir þú smælingjana og fáfræðingana, en blekkir og villir þá, sem betur sjá. Varastu að halda, að dæmi þitt sé fullkomið. Rannsaka hegðun þína strang- lega og dæm þig hart. Ef kennarinn sjálfur heldur, að dæmi hans sé fullkomlega rétt, þá er hann fávls eða hrokafullur. Sé hann vel menntaður og sam- vizkusamur, þá hlýtur hann að sjá og finna, að hann er ófullkominn. Hann verður aldrei svo réttlátur eða góður, að hann ekki endur og sinnum gjöri börnunum rangt eða hafi það fyrir þeim, sem þau ekki mega taka eftir. Til rangindanna, sem þau verða fyrir, finna þau optast nær. En óvíst er, hvort þau ætíð geta séð galla þá á breytni kennarans, sem ekki beinlínis koma fram við þau og valda þeim óþæginda. Ef hann t. d. segir þeim ljótar og ósið- legar sögur, baktalar, lastar, smánar eða fyrirlítur aðra, þá getur farið svo, að barninu þyki gaman að þessu. Ef hann enn fremur sýnir óvandað, klúrt eða ljótt látbragð, þá er óvíst, nema stöku börn haldi, að slíkt sé meinlaust og jafnvel skemmtilegt. Hvað á þá kennarinn aá gjöra í þessu? Hann á að bæta; hann á að játa. Hafi hann gjört börnunum veru- lega rangt, annaðhvort með líkamlegu ofbeldi, óorð- heldni eða ósannsögli, tortryggni eða óvirðingu, æru-

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.