Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 92

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 92
90 og kynna sjer uppsprettulind þess, biflíuna sjálfa, og bún jafnan höfð við liöndina og notuð, þegar kverið er skýrt fyrir barninu og það spurt úr þvi, þá þarf varla aðkvíða því, að hún verði dýrgripur, sem vel er geymdur, en lítið notaður. Hjer eru það prestarnir, sem mestu mega til vegar koma. Hvetji þeir foreldra og kennara til þess að láta börnin lesa í biflíunni jafnframt kver- inu, leiðbeini þeir við það og hafi eptirlit með þessu við húsvitjanir og barnaspurningar, gjöri þær með- fram að biflíulesturstímum, þá mun öllu borgið, engu síður en þótt nýja testamentið sje haft fyrir lesæf- ingabók handa hálflæsum og líttþroskuðum börn- um. Frá prestanna hálfu mundi sízt þurfa að búast við mótspyrnu gegn þessu, þar sem hjer er farið fram á það eitt, er þeir margir hverjir að sumu eða miklu leyti gjöra, og munu fúsir á að gjöra, bæði samkvæmt stöðu sinni og eptir því, sem þeim liafa farizt orð um þetta mál að undanförnu, er því hafa hreyft. Hjer hef jeg einkum talað um lestrarkennslu í skólum, en jeg játa, að dálitlu öðru máli getur ver- ið að gegna með hana sumstaðar í heimahúsum. ./. S.

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.