Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Page 5
frá ritstjóra
Nú á haustdögum hafa komið út tvær alþjóðlegar skýrslur um menntun ungra
barna. Skýrsla OECD, Starting Strong II, greinir frá mati á menntun yngstu barnanna í
20 Evrópulöndum en í skýrslu UNESCO, Strong Foundations, er gerð grein fyrir
alþjóðlegri úttekt. Það sem skýrslurnar eiga sammerkt er rík áhersla á gæði mennt-
unar fyrir yngstu aldurshópana. í góðri menntun felst samþætting umhyggju og
kennslu þar sem samskipti eru í fyrirrúmi. Fullyrt er að þeir fjármunir sem þjóðir eyða
í menntun barna á fyrstu aldursárunum skili sér margfalt til baka.
í þessu tölublaði tímaritsins Uppeldi og menntun er að finna fjórar rannsóknar-
greinar sem tengjast menntun yngstu barnanna með einum eða öðrum hætti. anna
Þorbjörg Ingólfsdóttir og Elsa Sigríður Jónsdóttir fjalla um rannsókn á samstarfi við
foreldra af erlendum uppruna í einum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Guðný Björk
Eydal greinir frá þróun og einkennum íslenskrar umönnunarstefnu á tímabilinu 1944–
2004 í samanburði við hin norrænu löndin. Eðlisfræði í starfi með leikskólabörnum er
viðfangsefni greinar Hauks arasonar og kristínar Norðdahl og Jóhanna Einarsdóttir
greinir frá niðurstöðum rannsóknar á mati og viðhorfum barna til leikskólastarfs.
í kjölfar fjölsóttrar ráðstefnu European Early Childhood Education Research Association
sem haldin var í kennaraháskólanum í lok ágúst var þekktum fræðimönnum frá
þremur löndum boðið að skrifa greinar í tímaritið um viðhorf og áherslur á sviði
menntunar ungra barna. Þær birtast aftast í heftinu undir heitinu Viðhorf. Þar skrifa
Chris Pascall og Tony Bertram, sem eru prófessorar og forstöðumenn seturs um
barnarannsóknir við Worcester háskóla, um þróun og stöðu málaflokksins í Englandi.
Bob Perry og Sue Dockett frá Charles Sturt háskóla í Ástralíu fjalla um tengsl leik- og
grunnskóla í ljósi þeirra fyrirlestra og umræðna sem fóru fram á ráðstefnunni og að
lokum greinir Pentti Hakkarainen, prófessor við háskólann í Oulu í Finnlandi, frá
viðhorfi sínu til gæða menntunar fyrir yngstu aldurshópana.
Ritnefnd þakkar þeim fjölmörgu
sem komu að útgáfu þessa heftis samstarfið.