Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Qupperneq 19

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Qupperneq 19
1 boðið á dagvist fyrir börn undir þriggja ára aldri. Þetta má að miklu leyti skýra með áherslum á greiðslur til foreldra vegna umönnunar eftir að fæðingarorlofi lýkur. Þess háttar greiðslur hafa verið fyrir hendi í Finnlandi allt frá árinu 1985 og frá 1990 öðluð- ust finnskir foreldrar rétt á slíkum greiðslum allt þar til barnið nær þriggja ára aldri. Greiðslurnar má einnig nota til að greiða öðrum fyrir að annast um barnið svo lengi sem barnið nýtir sér ekki lögvarðan rétt sinn til leikskóladvalar. Vegna þess að rétt- urinn er tryggður með lögum hefur verið á það bent að hér sé um raunverulegt val foreldra að ræða á milli leikskóla og þess að haga umönnun barns með öðrum hætti (Salmi og Lammi-Taskula, 1999). í Noregi hefur einnig verið þróað kerfi heimagreiðslna fyrir foreldra barna yngri en þriggja ára. Ef barnið er ekki í leikskóla fá foreldrar greidda þá upphæð sem annars hefði verið til niðurgreiðslu vegna leikskólapláss, en sé barnið í leikskóla hluta úr degi geta foreldrar fengið greiddan hluta af upphæðinni (Lov om kontantstøtte til smabarns­ foreldre nr . 73/1997–8). í Noregi hefur börnum ekki verið tryggður lagalegur réttur til leikskólavistar eins og í Finnlandi, og því hefur það verið gagnrýnt að foreldrar hafi ekki átt raunverulegt val hvað varðar vistunarúrræði og kerfið hafi þau áhrif að draga úr atvinnuþátttöku mæðra (Leira, 1999; 2002). Mikilvægt er að hafa þessa þróun í huga þegar tölur um framboð á dagvist eru skoðaðar þar sem þessi úrræði hafa aug- ljóslega haft talsverð áhrif á framboð dagvistar bæði í Noregi og Finnlandi. í Noregi setti ríkisstjórn, sem tók við völdum sumarið 2005, inn ákvæði í stjórnarsáttmála þess efnis að stefna beri að auknu framboði á leikskólum og því að dvöl í leikskóla verði lögvarinn réttur allra barna. Þegar markmiðinu um leikskóla fyrir öll börn verður náð á smám saman að draga úr greiðslum til foreldra og stefnt er að því að þær verði eingöngu með eins og tveggja ára börnum (Plattform for regeringssamarbeidet mellom Arbeiderpartiet, Sosalistisk Venstreparti og Senterpartiet, 2005). í Svíþjóð voru sett lög um slíkar greiðslur 1993 en þau voru numin úr gildi við ríkisstjórnarskipti árið 1994 þegar Sósíaldemókratar tóku við stjórnartaumum af sam- steypustjórn hægri flokka (Björnberg og Eydal, 1995). í Danmörku var þróunin með nokkuð öðrum hætti því foreldrar ungra barna fengu rétt til að vera heima til að gæta barna sinna í tiltekinn tíma (26–52 vikur) samkvæmt lögum frá 1992, sem ætlað var að vinna gegn atvinnuleysi. Hugmyndin var að með því að gefa foreldrum tækifæri til lengri samveru með börnum sínum mætti um leið skapa atvinnutækifæri fyrir aðra. Greiðslurnar námu í upphafi um 80% af atvinnuleysisbótum, voru lækkaðar í 60% árið 1998 en kerfið var aflagt árið 2002 (Rostgaard o.fl., 1998; Rostgaard, 2002). Hér- lendis hafa ekki verið sett lög í þessa veru en hugmyndir um greiðslur til foreldra verið ræddar í einstökum sveitarfélögum og frá og með hausti 2006 hafa nokkur sveit- arfélög ákveðið að hefja slíkar greiðslur. öll Norðurlöndin hafa gert breytingar á lögum um fæðingarorlof á síðastliðnum áratug. Réttindi hafa aukist, einkum og sér í lagi réttindi feðra. Á sjöunda og áttunda áratugnum breyttu öll Norðurlönd gildandi löggjöf um fæðingarorlof í því skyni að veita feðrum möguleika á þátttöku í fæðingarorlofi. Þrátt fyrir þetta var það reynsla í öllum löndunum að feður nýttu þessi réttindi í mjög takmörkuðum mæli (Leira, 2002). Þá hófst umræða um að breyta lögunum í þá veru að feður öðluðust sjálfstæðan rétt til gUð­ný Björk ey­dal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.