Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Page 23
23
Í hVErju fElst áhErsluMunur norðurlanda?
Eins og hér hefur verið sýnt fram á hafa Norðurlönd fetað nokkuð ólíkar leiðir í þróun
umönnunarstefnu. Norski fræðimaðurinn arnlaug Leira hefur rannsakað umönnun-
arstefnu á Norðurlöndum um áratuga skeið. Hún telur að greina megi þrjár megin-
áherslur:
1) Umönnunargreiðslur sem hvetji til hefðbundinnar verkaskiptingar milli for-
eldra;
2) Umfangsmikla opinbera dagvistarþjónustu sem hvetji til atvinnuþátttöku
beggja foreldra (e. dual-earning family);
3) Lög um fæðingarorlof sem veiti bæði feðrum og mæðrum rétt; hvetji báða for-
eldra til atvinnuþátttöku og umönnunar (Leira, 2002).
Ef þessar áherslur eru settar upp í töflu verður munurinn á milli landanna nokkuð
ljós. Spurt er hvort löndin hafi þróað umönnunargreiðslur (eftir að fæðingarorlofi
lýkur); hversu hátt hlutfall barna sé í dagvist (2003); og um sjálfstæðan rétt feðra til
fæðingarorlofs (2006).
Tafla 6 – Líkan Leira: Umönnunargreiðslur, hlutfall barna 1–2 ára og 3–5 ára í dagvist,
(árið 2003), fjöldi vikna í fæðingarorlofi (árið 2006).
Umönnunar- Umfangsmikil dagvistar- Fæðingarorlof
greiðslur þjónusta hvetjandi fyrir feður
Já/Nei 1–2 3–5 Já/Nei Feður Mæður Saman
ísland Nei Já 75 94 Já 13 13 13
Danmörk Nei Já 78 68 Nei (2)* 18 32/46
Finnland Til 3 ára Nei 36 94 Nei (3) 18 26
Noregur Til 3 ára Nei 44 85 Já 5 (2) 9 29/39
Svíþjóð Nei Já 65 94 Já 8 (2) 8 52
*Tölur innan sviga eiga við um fæðingarorlof feðra sem þeir eiga rétt á strax eftir fæðingu um leið og
móðir er í fæðingarorlofi. aðrar tölur eiga við um fjölda vikna sem feður geta tekið þegar þeir óska,
þ.e. sjálfstæður réttur.
Heimild: Social protection in the Nordic countries 2003, 2005.
í ofangreindri töflu virðist ísland við fyrstu sýn eiga mest sammerkt með Svíþjóð:
Bæði löndin leggja áherslu á öflugt framboð dagvistar og sjálfstæðan rétt feðra. Hér
verður þó að gæta að því að heildarfjöldi vikna sem foreldrar eiga rétt á greiðslum er
talsvert minni hérlendis. Hér er ekki heldur tekið tillit til annarra réttinda, svo sem til
veikindaleyfis vegna veikra barna eða réttar til hlutastarfa. Eigi að síður er það athygl-
isvert hversu ör þróunin hefur verið á íslandi, bæði hvað varðar framboð á dagvist
og fæðingarorlofi, einkum rétti feðra til fæðingarorlofs (Guðný Björk Eydal og Stefán
ólafsson, 2003).
gUðný Björk eydal