Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Blaðsíða 35
3
Þróunarverkefnið var unnið í meðalstórum leikskóla í Reykjavík á árunum 2001–
2004. í leikskólanum, sem við nefnum hér Sjávarborg, dvöldu samtímis um það bil
sextíu börn. Þar voru sextán starfsmenn, þar af tveir af erlendum uppruna. öll börnin
og allt starfsfólkið tók þátt í verkefninu. Á þessum árum voru að meðaltali um það bil
tólf börn af erlendum uppruna í leikskólanum, eða í kringum 18% barnanna, og þau
töluðu 10–12 tungumál. Til samanburðar má geta þess að í leikskólum Reykjavíkur
voru á þeim tíma um það bil 9% barnanna af erlendum uppruna (Leikskólar Reykja-
víkur, 2004). í Sjávarborg var nokkuð löng reynsla af því að þar dveldu börn af erlend-
um uppruna en þeim hafði ekki verið sinnt markvisst nema að litlu leyti.
Börnin sem tóku þátt í þróunarverkefninu voru með ólíkan bakgrunn. Sum voru
íslensk í húð og hár og mátti ætla að gildismat og reglur leikskólans væru lík viðhorf-
um sem tíðkuðust á heimilum þeirra. önnur áttu annað eða bæði foreldri erlend og þá
gat verið meiri munur á gildismati og uppeldisviðhorfum. í ljósi kenninga Bernsteins
(1990) og Bronfenbrenners (1979) mátti gera ráð fyrir að aðlögun þeirra að leikskólan-
um gæti reynst erfiðari en hjá þeim börnum sem voru af íslensku bergi brotin.
Leikskólinn er hinn sameiginlegi vettvangur allra barnanna og hér verður fyrst
gerð grein fyrir nokkrum þáttum í hugmyndafræðinni sem þar er ríkjandi. Eins og
leikskólastjórinn lýsti starfinu byggir hugmyndafræði leikskólans á því að barnið fái
tækifæri til að blómstra sjálft, sýna fram á hvað í því býr, og að ekki megi ganga of
langt í að trufla hið sjálfsprottna þroskaferli. Verksvið leikskólakennara og starfsfólks
er að skapa börnunum tækifæri til að þroskast sjálf og því á íhlutun kennara að vera
leiðbeinandi en ekki of stýrandi. Umönnun, samskipti og leikur eru í brennidepli og
áhersla lögð á að barnið læri með því að leika sér. Starfsfólkið telur nauðsynlegt að
börnunum finnist þau vera örugg, elskuð og virt og að þau fái að læra í samræmi við
áhuga sinn og getu. Enn fremur er talið mikilvægt að byggja upp sjálfsmynd barna,
efla sjálfstraust þeirra og vísa þeim veginn til að vaxa og taka sjálfstæðar ákvarðanir.
Eins og bent var á hér að framan (Rodriguez og Olswang, 2003) eru mismunandi
gildi ríkjandi á ólíkum menningarsvæðum. í sumum löndum asíu er meira lagt upp
úr gildi hópsins eða fjölskyldunnar en einstaklingsins og þykir áhersla Vesturlanda-
búa á upphafningu einstaklingsins blátt áfram óviðeigandi (Durkin, 1995; Banks,
2003). ýmsum er það einnig illskiljanlegt að nám barnsins fari fram í gegnum leikinn,
þeir álíta að til þess að börn læri þurfi þau að fá beina kennslu (Brooker, 2002).
Stjórnendur leikskólans höfðu áhuga á því að sinna betur börnum af erlendum upp-
runa og kynna sér hvað fælist í fjölmenningarlegum vinnubrögðum. Samkomulag
varð um að þróunarverkefnið hefði eftirfarandi markmið:
1. að öll börn í leikskólanum læri að fólk er ólíkt en samt jafnmikils virði.
2. að leikskólastarfið endurspegli fjölmenningarlegt samfélag.
3. að gera heimamál og heimamenningu að sjálfsögðum og virtum þætti í leik-
skólastarfinu.
4. að starfsfólkið auki þekkingu sína og færni til að sinna fjölbreyttum hópi barna
og foreldra.
anna ÞorBjörg ingólfsdóttir, elsa sigríðUr jónsdóttir