Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Page 38

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Page 38
s­am­s­tarf í l e iks­kó­lUm­ V ið­ foreldra Barna af er lenUm­ UPPrUna 38 var spurt um viðhorf til fjölmenningar, þróunarverkefnið og áhrif þess á leikskóla- starfið. Enn fremur var spurt um verkefni sem miðuðu að fjölmenningarlegum starfs- háttum, einstök börn og samstarf við foreldra. í byrjun árs 2004 voru tekin þrjú hópviðtöl við starfsfólk, fjóra til fimm starfsmenn í hóp, og fóru þau öll fram í leikskólanum. Þar var rætt um þær breytingar, sem höfðu orðið á leikskólastarfinu með þróunarverkefninu. Meðal annars var spurt um sam- skipti í leikskólanum og samstarf við foreldra. í viðtölunum var reynt að meta hvað hefði áunnist, hvað mætti betur fara og hvernig mætti halda starfinu áfram. Undir lok verkefnisins voru tekin tvö hópviðtöl við íslenska foreldra, þrjá til fjóra foreldra í hóp, þar sem einnig var spurt um áhrif þróunarverkefnisins og samstarf við foreldra. Þau viðtöl fóru fram í fundarherbergi kennaraháskóla íslands. Þátttökuathuganir í leikskólanum voru þrettán á tímabilinu, en þar var fylgst með börnum og starfsfólki við fjölbreyttar aðstæður í dagsins önn, svo sem í samverustund- um, valstundum, hlutverkaleik, hópastarfi og útivist. Einnig tóku rannsakendur þátt í umræðum starfsfólks og aðstoðuðu börn og starfsfólk þegar það átti við. að lokinni hverri heimsókn skráðu rannsakendur upplifun sína af vettvangi, athugasemdir og upplýsingar. Gögnin (1035 bls.) voru að miklu leyti greind jafnt og þétt, þau voru marglesin, borin saman og þemagreind með tilliti til viðtalsramma og vettvangsathugana. í grein- ingu og túlkun gagnanna var byggt á aðferðum Bogdan og Biklen (1998). nið­urstöð­ur Samsk­ip­t­i við­ foreldra Fyrr í þessari grein var minnst á að ekki er löng hefð fyrir miklu samstarfi heimila og skóla hér á landi, en það er talin ein besta leiðin til að stuðla að farsælli framtíð barna. Leikskólar hafa þá sérstöðu í skólakerfinu að foreldrar og starfsfólk sjást daglega þar eð börnunum er fylgt í skólann og þau sótt þangað aftur. Misjafnt er hve mikil þessi daglegu samskipti eru og fer það bæði eftir foreldrum og starfsfólki. í Sjávarborg var áberandi óframfærni í samskiptum starfsfólks við erlenda foreldra áður en þróunar- verkefnið hófst. Það var ákveðin fjarlægð milli starfsfólks og foreldra og nokkuð bar á þeim misskilningi að erlendir foreldrar hefðu ekki áhuga á leikskólanum. Þarna var bil sem þurfti að brúa og greinilegt að frumkvæðið varð að koma frá starfsfólkinu. Ekki var talið ráðlegt að fjölga formlegum foreldraviðtölum þar eð starfsfólkið taldi sig geta merkt að sumum foreldrum liði ekki vel í þeim. Það þurfti því að finna aðrar leiðir, en eins og áður kom fram telur Bronfenbrenner (1979) mikilvægt að óhindrað flæði upplýsinga sé milli heimilis og skóla. Eitt af markmiðunum í þróunarverkefninu var að umhverfið í leikskólanum ætti að minna á fjölbreytta menningu og móðurmál barnanna. Erlendu foreldrarnir voru því beðnir um að kenna starfsfólki nokkur orð á sínu máli, svo sem að telja upp að tíu og algengar kveðjur eins og „velkominn“, „góðan daginn“ og „bless“. Þannig átti starfs- fólkið sérstakt erindi við foreldrana. Þeir tóku málaleitaninni vinsamlega og þetta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.