Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Side 42

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Side 42
s­am­s­tarf í l e iks­kó­lUm­ V ið­ foreldra Barna af er lenUm­ UPPrUna 42 er forsenda velgengni í námi í íslenskum skólum. í þróunarverkefninu voru ekki tök á því að kenna móðurmál barnanna en reynt var að sýna fram á að það væri viðurkennt í leikskólanum. Börnin voru hvött til að kenna hvert öðru orð á móðurmáli sínu og erlendu starfsmennirnir lásu stundum sögur á eigin máli. Þessi viðleitni bar nokkurn árangur. Leikskólakennari sagði: … það sem maður hefur verið að reyna að fá fram er að fá þau til að viðurkenna sitt tungumál og það hefur til dæmis náðst í mínum hópi. Þegar hún Selma var stjarna vikunnar þá stendur hún upp og fer að kenna okkur hvernig á að segja borð og stóll og mamma og pabbi á víetnömsku, hún sem bara áður leit niður ef það var minnst á víetnömsku, og [hún útskýrði:] „þetta er fáninn minn og mamma mín fæddist þarna“. í viðtölum við erlendu foreldrana kom fram að þeir tala flestir móðurmál sitt við börnin heima. Þeir leggja sig fram um að börnin þeirra verði tvítyngd og sumir kenna þeim að lesa og skrifa á móðurmálinu. En það er mikil vinna að viðhalda móðurmál- inu og skapa börnunum auðugt málumhverfi. En stundum tekst það vel. Maria var stolt þegar hún sagði frá níu ára syni sínum: Jú, við tölum bara serbnesku heima og þegar Tómas kom til íslands, hann byrjar að tala íslensku og hann talar alveg frábært, hundrað prósent serbnesku og íslensku líka … Og við hjálpum honum að skrifa, hann skrifar serbnesku og les og talar. Við erum líka heima með disk, sjónvarpsdisk … En þótt börnin skilji móðurmál foreldranna vilja þau mörg hver svara foreldrum sínum á íslensku og sum vilja helst að foreldrarnir tali líka íslensku. af þessu hafa for- eldrarnir áhyggjur. Þeir óttast að þeir missi tengsl við börn sín og geti síður beitt sér í uppeldi þeirra geti þeir ekki talað við þau á móðurmáli sínu. Einn faðirinn lýsti þung- um áhyggjum af þessu og óttaðist að missa tengsl við fimm ára dóttur sína. Telpan segir að foreldrarnir tali bara bull og hún vill ekki lengur hlusta á sögur á móðurmáli sínu eða að mamma hennar syngi með henni. Fyrri reynsla úr Sjávarborg af börnum af erlendum uppruna var oft sú að börnin væru óvirk og flytu með í starfi leikskólans. Þau luku jafnvel námi sínu þar án þess að kennararnir kynntust því sem í þeim bjó. aukin samskipti við foreldra og meiri at- hygli sem erlendu börnunum var sýnd eftir að þróunarverkefnið hófst breytti þessu. Hér má t.d. nefna tvær stúlkur í leikskólanum, fjögra og fimm ára, sem báðar voru hlédrægar, höfðu sig ekki í frammi, töluðu lítið og voru ekki sterkar félagslega. önn- ur þessara stúlkna grét mikið og lengi þegar komið var með hana í leikskólann. Eftir að farið var að sinna þessum stúlkum meira og þeirra sérstöðu og eiga markvissari samskipti við mæður þeirra „sprungu þær út“ eins og starfsmennirnir komust að orði. Leikskólakennari sagði um aðra stúlkuna: En núna er hún bara allt önnur. Og lætur mann svo sannarlega vita ef hún er ekki ánægð með hlutina. Og vill fá að velja fyrst og gera allt fyrst. Hún bara veit það að hún á eitthvað skilið. Hún er farin að gera kröfur og manni finnst það mjög flott.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.