Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Page 51

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Page 51
1 Bruner fram í bók sinni The Process of Education (Bennett, 2003; Bruner, 1960; Gardner, 2001). Meginhugmyndirnar voru tvær, annars vegar áhersla á uppgötvunarnám og hins vegar áhersla á að nám í ákveðinni námsgrein tæki mið af formgerð fagreinar- innar, t.d. að námskrá eðlisfræði í námi barna og unglinga væri byggð upp út frá form- gerð fræðigreinarinnar eðlisfræði. Upp úr 1980 fór að gæta efasemda um árangur af námi í þessum anda meðal fræðimanna eins og t.d. Rosalind Driver (1983) sem sýndu með rannsóknum að árangurinn var ekki sá sem að var stefnt (Bennett, 2003). Bruner sjálfur tók síðar undir þessa gagnrýni (Gardner, 2001). Þegar gagnrýnendurnir leituðu skýringa á hinum slaka árangri beindu þeir spjótum sínum að báðum helstu mennta- hugmyndum Spútnikbyltingarinnar. Vandamálin sem þeir sáu við uppgötvunarnám voru þau að sú reynsla sem átti að leiða nemendur til að uppgötva ákveðin lögmál eða tengsl eða til þess að öðlast ákveðinn skilning gerði það ekki. Nemendurnir uppgöt- uðu oftast ekki neitt eða þá eitthvað allt annað en að var stefnt (Driver, 1983). Einnig töldu gagnrýnendur óheppilegt að setja nemendur í þær stellingar að þeir ættu að uppgötva eitthvað sem bæði kennurum og nemendum væri fullljóst að væri vísinda- leg þekking sem þegar hefði verið uppgötvuð (Bennett, 2003). Hugmyndin um að leggja áherslu á formgerð fræðigreina var gagnrýnd á þeim forsendum að tengsl sem væru vísindamönnum ljós væru börnum mjög fjarlæg og framandi og því hvorki lík- leg til að auka skilning né áhuga nemenda (Driver, 1983). Við leit að betri leiðum í námi og kennslu náttúrufræða beindust augu manna einkum að tveimur hugmyndum, annars vegar um nám sem persónulega uppbygg- ingu þekkingar nemandans og hins vegar um forhugmyndir nemenda. Börn leitast frá unga aldri við að reyna að skilja það sem þau sjá og reyna í umhverfinu. Þau hafa oft gert sér ýmsar hugmyndir um heiminn og eðli fyrirbæra áður en þau fara að læra um þau í skóla. Rannsóknir á þessum hugmyndum barnanna hafa leitt í ljós að þær verða gjarnan mjög fastmótaðar í huga þeirra. Þótt börnin „læri“ á skólagöngu sinni um ákveðin fyrirbæri virðist það ekki alltaf hjálpa þeim við að breyta þessum fyrstu hug- myndum sínum (Driver o.fl., 1985; Driver, Squires, Rushworth og Wood-Robinson, 1994; Hafþór Guðjónsson, 1991). Forhugmyndir hafa þannig grundvallaráhrif á það nám sem á sér stað og því mikilvægt að taka tillit til þeirra í kennslu. Þannig hófst tímabil hugsmíðahyggju í náttúrufræðimenntun en til grundvallar lágu hugmyndir margra fyrri fræðimanna, svo sem ausubel, Dewey, kelly, kuhn, Piaget, Popper og Vygotskíj1 (Bennett, 2003; Driver, 1983; Solomon, 1994) í náttúrfræðimenntun kom hugsmíðahyggja fram sem áhersla á að barnið byggi upp þekkingu sína sjálft í víx­lverkun við umhverfi sitt og annað fólk og nauðsyn- leg forsenda þess sé að umhverfi barnanna og aðgangur að efnivið, félögum og full- orðnum, séu góð. Lögð er áhersla á að kanna og vinna út frá hugmyndum nemandans og að nálgast náttúrufræðin út frá forsendum hans. Þannig er vísað í kennslunni til reynslu nemandans í daglegu lífi og mikil áhersla lögð á að nálgunin hafi persónulega 1 Nokkuð er á reiki hvernig rita skuli nafn þessa ágæta hugmyndasmiðs með latínuletri og hafa skapast mismunandi hefðir í mismunandi tungumálum. Helst koma til greina rithættirnir Vygot- sky (en.), Vygotski (fr.), Vygotskii, Vygotskij (da.) og Vygotskíj, og líklega er sú síðasta eðlilegust í íslensku. HaUkUr aras­on, kris­tín norð­daHl
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.