Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Side 52

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Side 52
2 merkingu frá hans sjónarhóli og viðfangsefnin öðlist persónulegt vægi í huga hans. í seinni tíð hefur komið fram vax­andi áhersla á mikilvægi tungumálsins, samskipta og menningar, ekki síst fyrir áhrif frá kenningum Vygotskíj (1978), og er þá gjarnan talað um félagslega hugsmíðahyggju. Þegar litið er yfir sviðið má segja að rannsóknum á náttúrufræðinámi og -kennslu stálpaðra barna og unglinga hafi fleygt mjög fram, bæði hvað varðar það hvernig þau hugsa um ýmis fyrirbæri náttúrunnar og hvernig sú vitneskja nýtist í kennslu. Sjá má fjölda heimilda um þessar rannsóknir hjá Duit (2006). Um st­öð­u rannsók­na á nát­t­úrufræð­ik­ennslu ungra barna í ritstjórnargrein tímaritsins Research in Science Education (Fleer og Robbins, 2003), sem helgað er umfjöllun um rannsóknir á náttúrufræðikennslu barna yngri en átta ára, segir að þetta sé svið sem lítið hafi verið rannsakað en síðustu áratugina hafi rannsak- endum á þessu sviði þó fjölgað. Höfundar nefna það sem hugsanlega ástæðu þessa skorts á rannsóknum að rannsakendur með bakgrunn í náttúrufræði og náttúrufræði- kennslu hafi litla reynslu af þessum aldurshópi og þeir sem sinna kennslu ungra barna hafi oft ekki mikla menntun í náttúrufræði. Skörun þessara hópa sé því lítil. Einnig er rétt að nefna að hugmyndir manna um hlutverk leikskóla hafa verið að breytast. Lengi vel hefur aðalhlutverk leikskólans verið umönnun barna og það að ýta undir þroska þeirra í fjarveru foreldra en síðustu áratugina hefur verið lögð æ meiri áhersla á menntahlutverk leikskólans (Jóhanna Einarsdóttir, 2005; Jón Torfi Jónasson, 2006). Segja má að upphaf rannsókna á náttúrufræðinámi ungra barna séu rannsóknir Piaget (1973), sem hann gerði á öðrum áratug síðustu aldar, þar sem hann rannsakaði hugmyndir barna um ýmis fyrirbæri í náttúrunni. að þessum rannsóknum frátöldum, segir Harlen (2001) að rannsóknir á náttúrufræðinámi ungra barna á grunnskólaaldri hafi hafist í byrjun níunda áratugarins í framhaldi af rannsóknum á hugmyndum eldri barna og unglinga á áttunda áratugnum. í mörgum löndum byrja börn fimm ára í grunnskóla og rannsóknir á hugmyndum grunnskólabarna hafa þá tekið til þeirra. Tvær stærstu rannsóknirnar á hugmyndum yngri barna hófust upp úr 1980. annars vegar var um að ræða verkefnið Learning in Science Project á Nýja Sjálandi (Biddulph, Osborne og Freyberg, 1983) og hins vegar, SPaCE verkefnið í Bretlandi (The science process and concept ex­ploration (SPACE) project, 2006). Niðurstöður þessara stóru rann- sóknarverkefna, og niðurstöður rannsókna í fleiri löndum reyndust mjög samhljóða. í ljós kom að yngri börn höfðu margar sömu hugmyndir og eldri börn, sem bendir til að þær eigi uppruna sinn í reynslu og hugsun á unga aldri (Harlen, 2001). Rannsóknir síðustu ára í þroskasálarfræði (Spelke, 1994; Spelke, Breinlinger, Macomber og Jacob- son, 1992) og víðar benda til þess að ung börn hafi burði til þess að læra um náttúruna og að hugmyndir þeirra séu þegar farnar að mótast á því sviði. allar þessar niðurstöð- ur undirstrika mikilvægi þess að rannsaka betur hvernig megi hjálpa börnum að þróa hugmyndir sínar allt frá byrjun. Fleer og Robbins (2003) benda einnig á að innsýn í náttúrufræðinám yngri barna geti verið mikilvæg við mótun hugmynda um náttúru- fræðinám almennt. í tveimur rannsóknum á hugmyndum barna á leikskólaaldri kemur fram að auk „He im­Ur inn er al lUr raUð­Ur“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.