Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 53

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 53
3 margra þeirra forhugmynda sem eldri börn hafa höfðu börnin á leikskólaaldri hug- myndir sem ekki komu fram hjá þeim eldri (Fleer, 1996; Segel og Cosgrove, 1993). í rannsókn Fleer kom einnig fram að börnunum þóttu kennsluverkefni, sem voru hluti af rannsókninni, mjög áhugaverð og að þau hjálpuðu þeim að skilja fyrirbærið ljós. í verkefninu var stuðningur kennarans með umræðum um viðfangsefnið mjög mikil- vægur fyrir þróun hugmynda barnanna og segir Fleer að frjáls leikur barnanna að viðfangsefninu einn og sér hefði ekki komið að sömu notum. Innan kennslufræði náttúrufræði hafa kenningar Piaget (1969) um hlutbundna hugs- un ungra barna haft mikil áhrif á ákvarðanir um val á viðfangsefnum fyrir börnin. Þessar kenningar hafa talsvert verið gagnrýndar enda hafa rannsóknir á forhugmynd- um bent til þess að börn ráði mjög misvel við að læra um fyrirbæri eftir því í hvaða samhengi þau eru kynnt, hvernig félags- og menningarlegt umhverfi barnanna er og eins eftir áhuga þeirra. Þannig hafa rannsóknir (Carey og Spelke, 1996; Christidou og Hatzinikita, 2006; kristín Norðdahl, 2002; Spelke, 1994; Spelke o.fl., 1992; Tytler og Peterson, 2003) sýnt fram á að oft ráða ung börn við flóknari hugsun en kenningar Piaget gerðu ráð fyrir. í langtímarannsókn (Novak, 2005) þar sem hópi barna var fylgt eftir í 12 ár var þeim kennt um grunnhugtök náttúrufræðanna, sameindir og orku, þegar þau voru sex­ til átta ára. í ljós kom að skilningur barnanna á þessum hugtök- um eftir kennsluna óx­ mun meira en skilningur barna í samanburðarhópi sem ekki fékk þessa kennslu. kennslan sem sex­ til átta ára börnin fengu var skipulögð út frá hugmyndum barnanna og í samræmi við kenningar um félagslega hugsmíðahyggju. Þannig virtist þessi kennsla á unga aldri verða mikilvægur grunnur þegar farið var að kenna um þessi viðfangsefni í skólanum mörgum árum síðar. Pramling Samuelsson og Johannsson (2006) segja að þótt leikur hafi verið mikils metinn í uppeldi barna og skipað stóran sess í leikskólastarfi hafi hann lengi vel ekki verið talinn tilheyra námsferli barna. Okkur hætti til að líta á nám sem eitthvað sem eigi sér stað á ákveðnum stundum og með ákveðnum aðferðum sem oftast séu skipu- lagðar af kennara. Þetta viðhorf hafi þó verið að breytast smám saman og í dag sé í auknum mæli farið að líta á leik og nám sem samtvinnaða þætti og að leikur sé mikil- vægur þáttur námsferlisins. Það er þó langt síðan menn áttuðu sig á mikilvægi leiks- ins fyrir nám. Piaget lagði áherslu á mikilvægi leiksins fyrir þróun vitsmuna barnsins (Baumer, Ferholt og Lecusay, 2005) og Vygotskíj taldi að í leik, sérstaklega þykjustu- leik, væru börn að nýta styrk sinn og getu til fullnustu. Hann sagði að í leik æfðu þau færni, notuðu það sem þau vissu þá þegar en væru einnig að prófa nýjar hugmyndir og færni (Baumer o.fl., 2005). Þær Pramling Samuelsson og Johannsson fullyrða einnig að rannsóknir hafi sýnt að í leik fái barnið reynslu af heiminum og læri að skilja hann. í leik séu börnin meðal jafningja og að leikur þeirra sé besta leiðin til að þroska samskipti við aðra. Þar kynnist börn viðhorfum annarra og þau læri hvert af öðru. Jafnfram læri þau af því að takast á við viðfangsefni leiksins. De Bóo (2006) bætir því við að leikur barna sé mjög mikilvægur fyrir þróun hugsunarfærni sem ýti undir færni barnsins við að leita lausna. Þannig sé leikur mjög mikilvægur í náttúrufræðinámi ungra barna. Ø­stergaard (2005) tekur í sama streng. Hann rannsakaði leiki sex­ til níu ára barna og fann að frjáls leikur barna á margt sameiginlegt með vísindalegum aðferðum sem eru HaUkUr aras­on, kris­tín norð­daHl
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.