Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Qupperneq 57
7
að hugmyndinni um ljós sem ferðast og breytir um stefnu á speglinum, en almennt er
best að nálgast hugmyndina þannig að hún virðist koma fram hjá börnunum sjálfum
(Driver o.fl., 1985).
í lok hvers Vísindaleiks var rætt við börnin um það sem þau höfðu lært og hvern-
ig þau lærðu það, hvað þeim þótti skemmtilegast, skrítnast og svo framvegis. Þetta
er í samræmi við hugmyndir manna um að mikilvægt sé fyrir nám hvers og eins að
hann íhugi hvað og hvernig hann læri (Palmer, 2005). Þótt þetta eigi best við um ung-
linga og fullorðna hefur komið fram að börn á aldrinum fimm til sex ára geta einnig
haft gagn af að ígrunda eigin hugsun (adey, Robertson og Venville, 2002). Þannig
má fá börnin til að tengja orð hugtökum og fyrirbærum og ræða hugmyndir sínar.
Þessi vinna með hugtökin er ekki einungis bundin við lok hvers leiks heldur eru öll
tækifæri gripin til að hjálpa börnunum að læra að tala um fyrirbærin á meðan á leikn-
um stendur. Þetta er í samræmi við hugmyndir Dewey (2000) um mikilvægi þess að
ígrunda hlutina og ábendingu asoko og Scott (2006) um að mál og umræða séu mikil-
vægir þættir í námsferlinu.
Nánari lýsingar á verkefnunum má finna í skýrslu um þróunarverkefnið (Haukur
arason og kristín Norðdahl, 2005).
rannsóknaraðfErðir
Rannsóknin sem hér er lýst var samtvinnuð þróunarverkefninu. Farið var á vettvang
og unnið með leikskólakennurunum að því að breyta starfsháttum og síðan var árang-
urinn af íhlutuninni rannsakaður. Þær upplýsingar sem þannig fengust voru síðan
notaðar til að bæta íhlutunina. Þessi rannsóknaraðferð hentar mjög vel til að þróa
og meta nýjar aðferðir í kennslu (McNiff, Lomax og Whitehead, 1996). Rannsóknin
hefur einnig það einkenni eigindlegra tilviksrannsókna að ákveðið tilvik er skoðað
vel og því lýst án þess að ætlunin sé að álykta að sú lýsing eigi við um aðra hópa eða
aðstæður (Gall, Borg og Gall, 1996).
Þátttakendur
Þátttakendur í verkefninu voru, auk okkar, flest börn leikskólans Hamraborgar í
Reykjavík, 80 talsins, á aldrinum eins til sex ára (þau allra yngstu tóku ekki þátt í verk-
efninu) og sjö kennarar ásamt leikskólastjóranum og verkefnisstjóranum Hildi Skarp-
héðinsdóttur, skrifstofustjóra Leikskólaskrifstofu Menntasviðs Reykjavíkurborgar.
Gagnaöflun og greining
Nokkrar mismunandi aðferðir voru notaðar til að leita svara við rannsóknarspurning-
um, óformleg viðtöl við kennara, þátttökuathuganir, myndbandsupptökur og spurn-
ingalistar. Gögnum var bæði safnað samhliða þróunarstarfinu og eftir að því lauk.
Tilgangur þess að safna gögnum eftir að þróunarstarfinu lauk var að fá upplýsingar
um langtímaáhrif verkefnisins á börnin.
HaUkUr arason, kristín norðdaHl