Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Qupperneq 60

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Qupperneq 60
60 urðu margvíslegar. Speglaefniviður var einnig notaður í dúkkuleik stúlknanna og ræddu þær mikið um hvað speglaðist og hvernig. Til viðbótar við almenna ánægju barnanna með verkefnin höfðu leikskólakennar- arnir orð á því að ákveðnir einstaklingar virtust blómstra í þessum verkefnum frekar en öðrum. Þetta kom m.a. fram í sérstökum dugnaði við að finna upp á alls konar eigin tilraunum sem voru greinilega gerðar til að átta sig betur á eðli fyrirbæranna sem unnið var með hverju sinni. Áhugi barnanna var þó ekki án undantekninga. í einum hópi var stúlka sem dró sig oft fljótlega í hlé og hafði ekki áhuga á að vinna verkefnin. Þá kom upp sú hugmynd að hafa eina vísindastund eingöngu skipaða stúlkum ef vera kynni að henni fyndust drengirnir, sem voru í meirihluta, of ráðandi. kennurunum þótti spennandi að sjá hvort munur yrði á þessum stundum. Verkefnið var um ljós og speglun og var efnivið- urinn lagður fram eins og áður og var stundin í öllum atriðum eins og sú fyrri. Stúlkan sýndi sömu viðbrögð og áður og aðspurð sagði hún að þetta væri bara „leiðinlegt“. athyglisvert var að vinkona hennar sem hafði áður smitast af áhugaleysi hennar í Vís- indaleik með drengjunum hélt áfram að vinna í þessari stund þar sem voru eingöngu stúlkur og var mjög áhugasöm. Þessu var ekki fylgt eftir frekar, það hefði mátt breyta framsetningu leikjanna en það verður að bíða betri tíma. Hin almenna niðurstaða okkar er að langflest börnin höfðu ánægju af Vísindaleikjun- um og sum þeirra blómstruðu, en örfá þeirra höfðu ekki áhuga á viðfangsefnunum. At­hygli barnanna og áhugi á eð­lisfræð­ilegum k­jarna fyrirbæranna Það er engum vafa undirorpið að með verkefnunum tókst að beina athygli barnanna að viðfangsefnunum og fá þau til að skoða það sem gerðist og prófa sig áfram. Þetta kom glöggt fram í vettvangsathugunum og í umsögnum kennara. í einum hópnum sagði t.d. einn drengurinn strax­ þegar kennarinn spurði hvað hægt væri að gera við bretti, kubba og bíla: „Við getum látið bílana renna með því að taka upp brettið“ og þegar kennarinn spurði hvort hægt væri að láta bílinn fara hraðar sagði hann: „Hefur hærra uppi“ og sem svar við spurningunni hvort hægt væri að láta bílinn fara hægar sagði hann: „Þá setur maður lítið“ (og lyfti brettinu lítillega). í ljós kom að viðfangsefni Vísindaleikjanna voru börnunum hugleikin og þau hugs- uðu um þau milli stundanna. í annarri stund með spegla nefndu börnin dæmi um ýmislegt sem þau höfðu séð að hægt var að spegla sig í, sem þau höfðu ekki nefnt í fyrri stundinni. Þetta sýnir að fyrri vísindastundin hafði haft áhrif á það hvert athygli þeirra beindist heima við og í daglegu lífi. Leikskólakennararnir sögðu að í daglegu starfi hefðu komið fram vísbendingar um að skilningur barnanna á því sem fyrir þau hafði verið lagt hefði aukist þó að hugtökin sjálf væru erfið. Gaman hafi verið þegar t.d. var kallað „Kæja!! Sjáðu regnbogann“ og börnin bentu á litadýrðina sem myndaðist þegar sólarljósið brotnaði í kristöllum sem hanga í glugga í leikstofunni. Leikskóla- kennararnir töluðu einnig um gönguferðir þar sem skugginn vakti áhuga barnanna og aðspurð gátu þau sagt hvernig hann myndaðist. í einum matartímanum fóru börn- in að spegla sig í skeiðinni og sögðu að það væri ekki sama hvernig hún sneri. Ef hún sneri rétt væri myndin á hvolfi en ef henni væri snúið við væri myndin rétt. „He im­Ur inn er al lUr raUð­Ur“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.