Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Page 61
61
í nokkrum tilvikum nefndu foreldrar að fyrra bragði að börnin töluðu um þau fyrir-
bæri og hugtök sem leikirnir fjölluðu um. Dæmi um það er þegar einn faðirinn hafði
orð á því að sonur hans væri að pæla í því hvort ýmsir hlutir í umhverfinu færu hægt
eða hratt og að ein móðirin sagði frá því að dóttir hennar vildi fá vasaljós í baðið til að
leika sér með.
í spurningalistakönnuninni voru foreldrar spurðir hvort börnin hefðu talað um
verkefnin heima og hvort þau hefðu prófað að gera tilraunir þar. Hjá þeim mæðrum
sem svöruðu kom í ljós að börn þeirra höfðu nefnt verkefnið heima og sum þeirra
höfðu gert tilraunir með eitt og annað í umhverfinu eftir að þau tóku þátt í vísinda-
stundunum. Dæmi um tilraunir sem börnin höfðu gert heima voru: að athuga hvort
hlutur breytist ef horft er í gegnum glas frá misjöfnu sjónarhorni. að reyna að búa til
regnboga með vasaljósi og kristal. athuganir á lit á vatni í mismunandi litum glösum.
að athuga hvernig lófinn verður á litinn ef lýst er gegnum hann með vasaljósi og
hvernig maginn verður á litinn þegar lýst er á hann með vasaljósi. að prófa að gera
stóra og litla ljóshringi með vasaljósi á vegg.
Leikskólakennararnir sögðu dæmi þess að börn hefðu komið til þeirra til að benda
á eðlisfræðileg fyrirbæri, svo sem skugga, fimm mánuðum eftir að þau voru í leikjun-
um.
almennt drögum við þá ályktun að Vísindaleikirnir hafi breytt því hvernig mörg
barnanna upplifa ákveðin eðlisfræðileg fyrirbæri í umhverfi sínu og verkefnin hafi
beint athygli þeirra að eðlisfræðilegum kjarna fyrirbæranna. Gögnin gefa okkur hins
vegar aðeins mjög veikar vísbendingar varðandi það hversu varanleg þessi áhrif eru
og engar vísbendingar varðandi það hversu yfirgripsmikil þessi breyting sé.
Skilningur barnanna á þeim fyrirbærum sem tekin voru fyrir
Til þess að meta skilning barnanna á þeim fyrirbærum sem unnið var með var bæði
leitað að vísbendingum í því sem þau gerðu og sögðu. Á grundvelli þátttökuathugana
og viðtala við kennara barnanna er erfitt að segja til um hvort Vísindaleikirnir höfðu
áhrif á skilning þeirra. Börnin voru spurð í upphafi hverrar stundar um viðfangsefnið.
Sem dæmi má nefna að þegar fjalla átti um speglun ljóss voru þau spurð hvort það
væri hægt að spegla sig í einhverju inni í leikstofunni. En börnin voru ekki spurð aftur
í framhaldi af tilraununum. í stað þess var reynt að fylgjast með merkjum þess að þau
skildu það sem unnið var með hverju sinni.
í verkefninu með hreyfingu var greinilegt að börnin skildu hvað hugtökin hratt og
hægt fela í sér. Þetta kom fram í því að þau gátu breytt sinni eigin hreyfingu í að fara
hratt og svo hægar og öfugt. ólíklegt er að það sé eitthvað sem verkefnin hafi leitt
af sér. Börnunum gekk ekki eins vel að sjá hraðabreytingar á bílum eða keflum sem
runnu niður (og jafnvel upp) skábretti, þannig að ekki er líklegt að verkefnið hafi auk-
ið skilning þeirra á því hversu ör hraðabreyting getur verið. í sambandi við liti og ljós
virtust börnin skilja að glærurnar hefðu áhrif á það sem horft var á í gegnum þær. Til
dæmis sagði ein stúlkan þegar hún setti litaglæru á gluggarúðuna og horfði út: „Heim
urinn er allur rauður.“ Börnin áttuðu sig einnig á að ljósið litaðist af litaglærunum ef
lýst var með vasaljósi í gegnum þær. Þegar börnin voru beðin um að segja frá hlutum
HaUkUr arason, kristín norðdaHl