Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Page 63

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Page 63
63 vísindastundunum. Hjá foreldrum kom fram að börnin ræddu um þetta heima og vildu jafnvel halda tilraununum áfram. Ein móðirin nefndi að barnið gerði meira af því að prófa sjálft í stað þess aðeins að spyrja eftir þessi verkefni. Þetta er ákaflega áhugavert atriði sem gefur vísbendingu um að Vísindaleikirnir hafi ekki aðeins beint athygli barnanna að ákveðnum eðlisfræðilegum fyrirbærum heldur hafi leikirnir ef til vill einnig gefið börnunum vissa tilfinningu fyrir því að hægt sé að afla þekkingar með athugunum og tilraunum. kennararnir urðu þess einnig varir að athygli barnanna beindist að viðfangsefnum sem tekin höfðu verið fyrir í Vísindaleikjunum því nokkuð var um að börnin kæmu og bentu þeim á eitthvað sem vakti athygli þeirra og tengdist verkefnunum. Þetta gerðist enn fimm mánuðum eftir að verkefninu lauk. Erfiðara er að segja til um hvort Vísindaleikirnir hjálpuðu börnunum að skilja þau fyrirbæri sem voru til umfjöllunar. Þó eru ýmis dæmi um að börn svöruðu eða gerðu eitthvað sem mætti túlka sem meiri skilning en annars væri að vænta. Áberandi var að það sem kennararnir sögðu og gerðu hafði mikil áhrif á hvað börn- in sögðu og prófuðu og hefur án efa haft áhrif á hugsun þeirra um fyrirbærin. Þetta er í samræmi við hugmyndir Vygotskíj um mikilvægi uppalenda og í samræmi við niður- stöður Fleer (1996) en þar kom fram að stuðningur kennarans við börnin með samræð- um um viðfangsefnið var mjög mikilvægur fyrir þróun hugmynda barnanna. í lok hverrar stundar var reynt að ræða viðfangsefnið og að fá börnin til að íhuga hvað þau hefðu verið að gera og læra. Margar rannsóknir (adey o.fl., 2002) hafa sýnt fram á gildi þess að skoða hvernig maður lærir og hvernig maður hugsar um hlutina, það ýti undir nám. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna (Piaget, 1973; Spelke, 1994; Spelke o.fl., 1992) byrja börn á unga aldri að hugsa um ýmislegt í umhverfi sínu og leita sér skýringa á því. Þess vegna er mikilvægt að þau öðlist reynslu af ýmsu í umhverfinu og að hún sé rædd. Það gæti hjálpað börnum að þróa hugmyndir sínar áfram í stað þess að þær yrðu fastmótaðar í huga þeirra. í rannsókn sem gerð var á hugmyndum íslenskra leikskólabarna um hringrásir efna í náttúrunni kom í ljós að þau höfðu sömu forhug- myndir og fram höfðu komið í erlendum rannsóknum hjá 9 til 10 ára börnum (kristín Norðdahl, 2002). Þetta gæti verið vísbending um að forhugmyndir sem myndast snemma verði fastmótaðar í hugum barnanna ef ekkert er gert til að hjálpa þeim að þróa þær. Það er ekki hægt að treysta því að börnin geri það hjálparlaust eða að hefð- bundið nám hjálpi þeim til þess. Niðurstöður rannsóknar Novak (2005) sýna að hægt er að hjálpa börnum að hugsa um erfið hugtök þegar þau eru ung og að það getur hjálpað þeim síðar þegar þau fara að læra um þau í skóla. Þetta eru athyglisverðar niðurstöður, sérstaklega í ljósi þess að marktækur munur var á árangri þeirra barna sem fengu kennslu á unga aldri og þeirra sem ekki fengu kennslu. Það er ljóst að mikið verk er óunnið á þessu sviði. HaUkUr aras­on, kris­tín norð­daHl
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.