Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 69
6
jóHanna EInarsdóttIr
Leikskólinn frá sjónarhóli barna
Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á viðhorf barna til leikskólagöngunnar og flutning
inn í grunnskólann . Rannsóknin fór fram í einum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu . Þátttakendur
voru 24 fimm og sex ára börn sem voru að ljúka leikskóladvöl sinni . Notaðar voru fjölbreyttar
aðferðir til að hlusta á raddir barnanna; viðtöl, teikningar, ljósmyndir og spurningakönnun .
Niðurstöðurnar benda til þess að mikilvægt sé að hlusta á raddir barna þegar skólastarf er metið .
Mörg barnanna sáu leikskóladvölina sem eðlilegt skref í lífsgöngu sinni og hluta af samfelldu
námsferli, önnur litu á leikskólann sem stað til að vera á meðan foreldrar þeirra væru í vinnu .
Niðurstöðurnar sýna einnig að góð samskipti við önnur börn, val um viðfangsefni og leikur skipta
meginmáli fyrir börnin . Verkefni sem kröfðust þess að börnin sætu hljóð og færu eftir fyrirmælum
fannst börnunum ekki áhugaverð . Börnin töldu sig hafa val um viðfangsefni og leikfélaga, en
hafa lítið um skipulag og ákvarðanatöku að segja . Rannsóknin sýndi einstaklingsmun varðandi
val á leikefni . Þrátt fyrir heimsóknir í grunnskólann kviðu sum börnin grunnskólagöngunni .
inngangur
Þó svo að börn séu þeir aðilar sem hafa mestra hagsmuna að gæta hvað varðar skóla-
starf er fátítt að ung börn hafi verið höfð með í ráðum við mat og rannsóknir á skóla-
starfi. í lögum og reglugerðum um íslenska leikskóla (Lög um leikskóla. Nr. 78/1994;
Reglugerð um starfsemi leikskóla no. 225/1995, 1995) og aðalnámskrá leikskóla
(Menntamálaráðuneytið, 1999) er kveðið á um að meta skuli leikskólastarf reglulega.
Matinu er skipt í innra og ytra mat. Með innra mati er átt við sjálfsmat leikskólanna
sem starfmennirnir sjá um, en með ytra mati er átt við úttekt utanaðkomandi aðila á
starfsemi leikskólans. Þessi ákvæði hafa haft það í för með sér að leikskólar leita nú í
auknum mæli leiða og aðferða til að meta leikskólastarfið. í þeim tilgangi hafa t.d. verið
þýddir og staðfærðir erlendir matskvarðar sem starfsmenn geta notað til að meta starf-
ið (t.d. Harms og Clifford, 2000; Hildur Skarphéðinsdóttir, 2002) og aðferðir byggðar
á Reggio Emilia leikskólastarfinu á ítalíu hafa verið nýttar í sama tilgangi (kristín Dýr-
fjörð, 2003). auk þessa hafa stærri sveitarfélög lagt spurningakönnun fyrir foreldra
(t.d. Leikskólar Reykjavíkur, 2004). í aðalnámskrá leikskóla (Menntamálaráðuneytið,
Uppeldi og menntun
1. árgangur 2. hefti, 2006