Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 71
71
Rétt barna til að tjá eigin skoðanir má rekja til aukinnar vitundar um réttindi barna
(e. Children’s right movement), sem upphaflega beindist að vernd barna en hefur
á síðustu árum þróast í þá átt að líta á börn sem fullgilda borgara sem eiga rétt til
þátttöku og ákvarðana. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sem
samþykktur var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1989 og undirritaður af
íslands hálfu árið 1990, er afrakstur þessarar hreyfingar og markaði stórt skref í þá átt
að viðurkenna rétt barna til að láta í ljósi skoðanir sínar og hafa áhrif á líf sitt (Samn-
ingur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, 1997).
í 12. grein sáttmálans, 1. lið, segir:
aðildarríki skulu tryggja barni sem myndað getur eigin skoðanir rétt til að láta
þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til
skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska.
Hæfni barna til að taka þátt í rannsóknum og tjá eigin skoðanir var lengi vel dregin í
efa. En eigindlegar rannsóknaraðferðir og fjölbreyttar aðferðir við gagnasöfnun hafa
opnað augu rannsakenda fyrir þeim möguleika að leita eftir sjónarmiðum barna. Rann-
sóknir þar sem notaðar eru fjölbreyttar aðferðir til að afla gagna hafa jafnframt sýnt
að börn eru áreiðanlegir heimildamenn og fær um að gefa gagnlegar og áreiðanlegar
upplýsingar ef notaðar eru réttar aðferðir.
Að hlusta á börn – hvert leiðir það?
Mikilvægi þess að hlusta á raddir barna og hafa þau með í ákvarðanatöku og mati á
skólastarfi er eins og áður sagði nú viðurkennt. Þetta er ögrandi staða fyrir kennara
jafnt sem stefnumótendur og vekur upp grundvallarspurningar. Sem dæmi má nefna:
Hvernig förum við að þessu? Getum við hlustað á raddir allra barna eða bara sumra?
Heyrast sumar raddir betur en aðrar? Eiga börn auðveldara með að láta í ljósi sum við-
horf en önnur? Hvað gerum við með upplýsingarnar? Hvernig eigum við að bregðast
við því sem börnin segja? Hvert er hlutverk kennarans? Þetta eru allt grundvallar-
spurningar þegar menn velta fyrir sér lýðræði í skólastarfi.
Hæfni barna til að vera virkir þátttakendur og réttur þeirra til að hafa áhrif á um-
hverfi sitt er nú talinn ótvíræður. En hvað felst í því að hlusta á börn og hvað ber að
varast? anne Trine kjörholt og samstarfsmenn hennar hafa bent á hugsanlegar hættur
samfara þessu (kjörholt, 2005; kjörholt, Moss og Clark, 2005). Þau benda m.a. á að ef
í framhaldi af því að hlusta á börn í leikskólum er farin sú leið að leggja ofuráherslu
á frelsi og val barnanna til að mæta einstaklingsóskum skapist sú hætta að aðrir nauð-
synlegir þættir, eins og umhyggja, samvinna og samstaða, falli í skuggann. Þau benda
á að allir einstaklingar, hvort sem um er að ræða ung börn eða fullorðið fólk, séu
stundum sjálfstæðir og stundum ósjálfstæðir, stundum hæfir og sterkir og stundum
óhæfir og veikir. Þótt svo börn séu talin sterk og hæf og hafi rétt til að láta í ljósi skoð-
anir sínar eru þau líka viðkvæm og þurfa á umhyggju og vernd að halda. kjörholt
og félagar benda einnig á að börn eigi erfiðara með að láta í ljósi sumar skoðanir og
viðhorf en önnur og nefna sem dæmi þörfina fyrir væntumþykju og ást. Þau telja
jóHanna e inarsdótt i r