Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Blaðsíða 73

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Blaðsíða 73
73 2001). Höfundarnir notuðu Mósaik-aðferðina einnig í nýlegri rannsókn þar sem þeir skoðuðu viðhorf leikskólabarna til útileiksvæðis (Clark og Moss, 2005). Niðurstöður rannsóknar Clark og Moss (2001) sýna að vinátta og önnur börn eru leikskólabörnun- um mikilvæg, og er það í samræmi við niðurstöður rannsóknar í reykvískum leikskól- um. Börnin sem tóku þátt í þeirri rannsókn töldu að leikur og samskipti við önnur börn væri órjúfanlegur þáttur leikskólans og þegar þau hættu í leikskólanum myndu þau helst sakna þess að geta ekki leikið sér (Jóhanna Einarsdóttir, 2003). Niðurstöður annarra breskra rannsókna sýna einnig að börnunum finnst mikil- vægast að geta leikið sér og haft samskipti við önnur börn í leikskólanum og valið sjálf viðfangsefni til að vinna að (Cambell-Barr, 2003; Dupree, Bertram og Pascal, 2001; Stephen og Brown, 2004). Þegar börnin í rannsókn Dupree og félaga voru spurð til hvers starfsfólkið væri í leikskólanum og hvað það gerði flokkuðust flest svörin undir umönnun. Formosinho og araújo (2004) skoðuðu einnig viðhorf leikskólabarna til hegðunar starfsfólksins og fundu að hægt var að greina ólíkar kennslufræðilegar áherslur eftir því hvernig börnin túlkuðu samskipti við starfsfólkið. í Svíþjóð hefur Ingrid Pramling Samuelson verið leiðandi í rannsóknum með leik- skólabörnum. í nýlegri rannsókn hennar og samstarfsmanna hennar (Sheridan og Pramling Samuelsson, 2001) á upplifun barna á þætti sínum í ákvarðanatöku í leik- skólanum kemur fram að börnin telja sig taka ákvarðanir varðandi sinn eigin leik og viðfangsefni sem þau eiga sjálf frumkvæði að, en ekki varðandi heildarskipulag, dag- lega rútínu, innihald og verkefni sem kennarinn á frumkvæði að. Börn í leikskólum sem flokkuðust sem góðir leikskólar töldu sig oftar taka þátt í ákvarðanatöku heldur en þau sem voru í slökum leikskólum. Börnin í rannsókninni svöruðu í flestum til- fellum að leikur væri það sem þau vildu helst af öllu fást við í leikskólanum og var leikurinn oft tengdur vinum og vináttu. Rannsókn Taurianen (2000) í finnskum leik- skólum sýnir svipaðar niðurstöður. Börnunum fannst mikilvægast að geta leikið sér með öðrum börnum án afskipta fullorðinna og fannst best að geta verið á hreyfingu og leiðinlegast að sitja kyrr og hafa hljóð. Wiltz og klein (2001) rannsökuðu hugmyndir barna um starf í bandarískum leik- skólum sem annars vegar voru flokkaðir sem afbragðs leikskólar og hins vegar í leikskólum þar sem starfið var ekki talið í háum gæðaflokki. í ljós kom munur á því hvernig börnin sáu leikskólastarfið eftir gæðum leikskólanna. Börn í gæðaleikskólum nefndu margbreytilega atburði og valmöguleika en hin, sem voru í lélegri leikskólum, töldu frekar upp viðfangsefni í tímaröð. Þegar leikskólabörnin ræddu um það sem þau gerðu í leikskólanum féllu svörin í þrjá flokka. í fyrsta lagi frjáls viðfangsefni sem kennarinn tekur ekki beinan þátt í, t.d. leikurinn og skapandi starf. í öðru lagi kennara- stýrð verkefni, svo sem lestur, skrift, tónlist, tölvur. í þriðja lagi ýmis dagleg störf eins og tiltekt, matartími og hvíld. Leikur var oftast nefndur sem viðfangsefni leikskólans og var uppáhaldsiðja barnanna í öllum leikskólunum. í þeirra huga er leikurinn frjáls, skemmtilegur, laus við reglur og hann er ekki vinna. Það var nokkuð misjafnt hvað börnin nefndu að þeim líkaði ekki í leikskólanum. Þó voru einkum nefnd skylduverk- efni ákveðin af kennararnum, kvikindisleg hegðun, samverustund og hvíld. Rannsóknir sem gerðar hafa verið undanfarin ár á væntingum barna til grunnskóla- jó­Hanna e inars­dó­tt i r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.