Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Side 78
78
það markverðasta og taka um leið myndir á stafræna myndavél. Börnin fengu leið-
beiningar um notkun vélarinnar og voru hvött til að taka myndir af því sem þau vildu,
því sem þeim fyndist mikilvægt og langaði að mynda. Með þessu móti var gagnasöfn-
unin að hluta til í höndum barnanna, þau völdu það sem þau vildu mynda og gátu
myndað það sem skipti þau máli. Myndirnar voru síðan prentaðar út og myndir hvers
barns settar saman í bækling. Þetta var gert stuttu eftir myndatökuna, og strax í kjöl-
farið settist rannsakandi með hverju barni og ræddi við það um myndirnar; af hverju
það myndaði þetta, hvað þetta væri o.s.frv. Á þennan hátt stýrðu myndirnar viðtalinu
og þar af leiðandi sjónarmið barnsins. Umræðurnar voru teknar upp á segulband og
afritaðar á eftir. Börnin fengu síðan sinn myndabækling með sér til eignar.
Spurningakönnun
Spurningakönnun var lögð fyrir börnin í formi leiks. Spurningaspil, sem til var í leik-
skólanum, var aðlagað og því breytt þannig að það þjónaði einnig þeim tilgangi að
fá fram skoðanir barnanna á leikskólastarfinu. Spilið samanstendur af spjöldum í mis-
munandi litum og mismunandi formum. Á hverju spjaldi er spurning eða þraut sem
börnin eiga að svara. Börnin gátu valið að leika með spilið þegar þau vildu og sitja
nokkur saman með starfsmanni, draga spil og skiptast á að svara. Starfsmaðurinn
skráði hjá sér svör barnanna á þar til gerð eyðublöð. Spurningarnar á spjöldunum eru
af ýmsum toga en þær spurningar sem tengdust verkefninu voru um eftirfarandi:
1. Hvaða reglur eru bestar og hvaða reglur eru erfiðastar í leikskólanum?
2. Hvað er skemmtilegast og hvað er leiðinlegast að gera í leikskólanum?
3. Á hvaða stað er best að leika og hvar er leiðinlegast að leika í leikskólanum?
4. Hvað er skemmtilegast og hvað er leiðinlegast úti?
5. Hverju mátt þú ráða og hverju mátt þú ekki ráða í leikskólanum?
6. Hvað lærir þú í leikskólanum?
7. Hvað gerir fullorðna fólkið í leikskólanum og hvað finnst þér að það ætti að gera?
8. Hvað mátt þú gera og hvað mátt þú ekki gera í leikskólanum?
9. Hvers vegna ertu í leikskóla?
Greining gagna
Gögnin voru að hluta til greind samhliða gagnaöfluninni, einnig fór greining gagna
fram eftir að gagnasöfnun lauk. Við greiningu gagnanna var byggt á aðferðum Bogdan
og Biklen (1998) og Graue og Walsh (1998) og var sá háttur hafður á að fyrst voru þau
gögn sem safnað var með hverri aðferð tekin saman og þau kóðuð og flokkuð. Því
næst voru niðurstöður úr öllum gagnasöfnunaraðferðum lesnar saman og sameiginleg
þemu skoðuð. Teikningar barnanna og ljósmyndirnar voru skipulagðar og flokkaðar
og niðurstöður bornar saman við niðurstöður úr hinum aðferðunum. Eftir nákvæman
lestur afritaðra viðtala voru þau síðan sett inn í tölvuforritið NVivo sem notað var til
að kóða og flokka gögnin. Til að tryggja réttmæti og áreiðanleika var notuð margpróf-
un aðferða eins og fram kemur hér að framan, löngum tíma var eytt á vettvangi og við
úrvinnslu og túlkun niðurstaðna eru notaðar beinar tilvitnanir og lýsingar.
l e ikskól inn frÁ s jónarHól i Barna