Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Page 81

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Page 81
81 í öðru lagi nefndu nokkuð mörg börn að starfsfólkið væri í leikskólanum til að passa börnin, án þess að skilgreina það nokkuð frekar. „að passa börnin og hugsa um þau og svona,“ sagði ein stúlkan. Guðmar sagði: „Þær eru í leikskólanum til að passa mann“ og ari sagði: „Þeir vinna við að passa okkur.“ í þriðja lagi töluðu börnin um að starfsfólkið sæi um að halda uppi reglum og gæta þess að allir höguðu sér rétt. Mismunandi var hvernig börnin upplifðu leiðsögn og stjórnun starfsfólksins og var það kynbundið í öllum tilfellum nema einu. Margir pilt- anna upplifðu starfsfólkið sem yfirvald og kvörtuðu undan því að þeir væru skamm- aðir og að það væri öskrað á þá. Árni sagði: „Þær skamma mann þegar maður er óþekkur.“ Tumi sagði: „Við eigum ekki að hafa hávaða þegar þær eru að tala.“ og Hörður sagði: „Þær eru stundum að skamma mann.“ Stúlkurnar, að einni undanskil- inni, litu hins vegar á stjórnun fullorðinna með augum áhorfandans. Sif sagði t.d. „Það er erfitt fyrir sum börn að læra reglurnar.“ Hér eru umræður fjögurra stúlkna um stjórnun starfsfólksins: R: En hvað gera fóstrurnar í leikskólanum? Björg: Þær vinna. Guðfinna: kenna krökkunum að vera með hljóð og sitja í samverustund. R: Gera þær eitthvað meira? Björg: Þær þurfa stundum að skamma strákana. R: Bara strákana þá? Björg: Mest strákana. Einu sinni misstu þeir af kaffitímanum. R: af hverju? Björg: af því að þeir voru svo óþekkir. Guðfinna: Á ég að segja þér hver er óþekkastur? R: Hver er það? Guðfinna: Það er hann Nonni. í fjórða lagi nefndu börnin að starfsfólkið sæi um skipulagt starf, daglega rútínu og hópastarf. Lára sagði: „Þær kenna okkur að fara í hópastarf“ og Ása sagði: „Þær kenna okkur að vera í heimspeki.“ anna sagði: „Til að einhver verði umsjónarmaður og til þess að verði hópastarf og til að leggja á borð.“ Hér að neðan ræða Ása og Lára um hvað starfsfólkið gerir í leikskólanum. R: En hvað gera fóstrurnar í leikskólanum? Lára: Þær eru á fundum. R: Já. Ása: Þær eru á fundum og tala saman og eitthvað. R: Gera þær eitthvað meira? Lára: Jább, þær kenna okkur að fara í hópastarf. Ása: Þær kenna okkur að vera í heimspeki. Þegar börnin voru spurð að því í spurningaspilinu hvað fullorðna fólkið gerði í leik- skólanum voru svörin sambærileg við umræður barnanna í viðtölunum. í töflu 1 eru niðurstöður úr spurningaspilinu settar fram, bæði svör við því hvað börnin telja að jó­Hanna e inars­dó­tt i r
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.