Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Page 81
81
í öðru lagi nefndu nokkuð mörg börn að starfsfólkið væri í leikskólanum til að passa
börnin, án þess að skilgreina það nokkuð frekar. „að passa börnin og hugsa um þau
og svona,“ sagði ein stúlkan. Guðmar sagði: „Þær eru í leikskólanum til að passa
mann“ og ari sagði: „Þeir vinna við að passa okkur.“
í þriðja lagi töluðu börnin um að starfsfólkið sæi um að halda uppi reglum og gæta
þess að allir höguðu sér rétt. Mismunandi var hvernig börnin upplifðu leiðsögn og
stjórnun starfsfólksins og var það kynbundið í öllum tilfellum nema einu. Margir pilt-
anna upplifðu starfsfólkið sem yfirvald og kvörtuðu undan því að þeir væru skamm-
aðir og að það væri öskrað á þá. Árni sagði: „Þær skamma mann þegar maður er
óþekkur.“ Tumi sagði: „Við eigum ekki að hafa hávaða þegar þær eru að tala.“ og
Hörður sagði: „Þær eru stundum að skamma mann.“ Stúlkurnar, að einni undanskil-
inni, litu hins vegar á stjórnun fullorðinna með augum áhorfandans. Sif sagði t.d. „Það
er erfitt fyrir sum börn að læra reglurnar.“ Hér eru umræður fjögurra stúlkna um
stjórnun starfsfólksins:
R: En hvað gera fóstrurnar í leikskólanum?
Björg: Þær vinna.
Guðfinna: kenna krökkunum að vera með hljóð og sitja í samverustund.
R: Gera þær eitthvað meira?
Björg: Þær þurfa stundum að skamma strákana.
R: Bara strákana þá?
Björg: Mest strákana. Einu sinni misstu þeir af kaffitímanum.
R: af hverju?
Björg: af því að þeir voru svo óþekkir.
Guðfinna: Á ég að segja þér hver er óþekkastur?
R: Hver er það?
Guðfinna: Það er hann Nonni.
í fjórða lagi nefndu börnin að starfsfólkið sæi um skipulagt starf, daglega rútínu og
hópastarf. Lára sagði: „Þær kenna okkur að fara í hópastarf“ og Ása sagði: „Þær kenna
okkur að vera í heimspeki.“ anna sagði: „Til að einhver verði umsjónarmaður og til
þess að verði hópastarf og til að leggja á borð.“ Hér að neðan ræða Ása og Lára um
hvað starfsfólkið gerir í leikskólanum.
R: En hvað gera fóstrurnar í leikskólanum?
Lára: Þær eru á fundum.
R: Já.
Ása: Þær eru á fundum og tala saman og eitthvað.
R: Gera þær eitthvað meira?
Lára: Jább, þær kenna okkur að fara í hópastarf.
Ása: Þær kenna okkur að vera í heimspeki.
Þegar börnin voru spurð að því í spurningaspilinu hvað fullorðna fólkið gerði í leik-
skólanum voru svörin sambærileg við umræður barnanna í viðtölunum. í töflu 1 eru
niðurstöður úr spurningaspilinu settar fram, bæði svör við því hvað börnin telja að
jóHanna e inarsdótt i r