Búnaðarrit - 01.06.1967, Blaðsíða 98
408
BÚ.NAÐARRIT
Árskógshreppur. Þar voru sýndir 26 hrútar, 15 full-
orðnir, sem vógu 92.3 kg, og 11 vetúrgamlir, er vógu 75.5
kg. Báðir aldursflokkar voru undir sýslumeðaltali að
vænleika og þeir fullorðnu léttari en jafnaldrar þeirra
í hreppnum 1962. A liéraðssýningu voru valdir Sómi,
Selá, sem hlaut I. verðlaun A og Spakur Þokkason, 1 v.,
Stærri-Árskógi, er lilaut I. verðlaun B, til vara Kambur,
Brimnesi og Móri, Stóru-Hámundarstöðum.
SvarfaSardalshreppur. Þar voru sýndir 77 lirúlar, 43
fullorðnir, sem vógu 91.2 kg, og 34 veturgamlir, er vógu
73.8 kg. Þeir veturgömhi voru léttari en jafnaldrar þeirra
í öðrum hreppum sýslunnar að þessu sinni, þeir full-
orðnu léttari en jafnaldrar þeirra í lireppnum 1962.
Hrútar vestan ár voru yfirleitl heldur lakari en jafn-
aldrar þeirra austan ár, nema veturgamlir sæðishrút-
ar. Vestan ár voru hrútar knappir í máhun, áberandi
bakmjóir og ekki með lirútslega fætur, austan ár voru
hrútar hrútslegri, en þó full knappir í málum. Á báðum
stöðum voru algengar livítar og litaðar illhærur í ull.
Fyrstu verðlaun hlutu 28 eða 36.4% sýndra hrúta. Á
héraðssýningu voru valdir Krúsi, Yngvörum, Kubbur,
Gröf, Magni, Jarðbrú, Spakur, Hofsá, Gyllir Þokkason,
1 v., Helgafelli og Þokki Spaksson, 1 v., Hlíð, og hlutu
þeir allir I. verðlaun B.
Dalvíkurhreppur. Þar voru sýndir 30 hrútar, 12 full-
orðnir, sem vógu 102.9 kg, og 18 veturgamlir, er vógu
80.4 kg. Báðir aldursflokkar voru til muna þvngri en
jafnaldrar þeirra 1962 og þeir fullorðnu þyngstir jafn-
aldra sinna í sýslunni á þessu hausti. Sýningin í lieild
var samstæðari og betri en í nokkriun öðrum hreppi sýsl-
unnar að þessu sinni og margir lirútarnir ágætlega rækt-
aöar kindur. Fyrstu verðlaun hlutu 20 eða 66.7% sýndra
hrúta. Á héraðssýningu voru valdir Hnokki, Hálsi, er
hlaut 3. sæti heiðursverðlauna hrúta og Víkingur Þokka-
son, 1 v., Árna Lárussonar, Dalvík, er hlaut I. verðlaun
A, til vara Bjartur, Hóli og Hrímnir, 1 v., Vegamótum.